Jón Óskar ráðinn útibússtjóri Landsbankans

10.Júní'15 | 09:33

Jón Óskar Þórhallsson hefur verið ráðinn útibússtjóri Landsbankans í Vestmannaeyjum og mun hann taka við starfinu þann 1. júlí. Jón Óskar er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið meistaranámi í endurskoðun við sama skóla.

Frá árinu 2010 hefur Jón Óskar starfað sem fjármálastjóri hjá Umboðsmanni skuldara. Áður hefur hann gengt starfi fjármálastjóra hjá Bláa Lóninu og Opnum kerfum, auk þess að starfa hjá sýslumanninum í Vestmannaeyjum í 5 ár.

Jón Óskar er 46 ára, í sambúð með Ernu Karen Stefánsdóttur, viðskiptastjóra fyrirtækja hjá Sjóvá og eiga þau 4 syni.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.