Söluskúrar á Vigtartorgið

8.Júní'15 | 09:49
soluskurar_vigtartorg_okkarheimaey

Mynd: Okkar Heimaey

Nýir söluskúrar bæjarins voru settir upp á föstudaginn og nýttust vel í mannmergðinni á bryggjunni á laugardaginn. Skúrarnir eru færanlegir og auðvelt er að pakka þeim saman og geyma yfir veturinn.

Þeirra hlutverk er að lífga upp á Vigtartorgið, gefa því aukið hlutverk og loka torginu af í vestri sem bæta mun rýmisupplifun. Það er á allra hendi að fá skúrana leigða og selja í þeim vöru, varning eða aðra þjónustu. En strax á fyrsta degi voru tveir þeirra í notkun og þótti aðstaðan hin fínasta.

Skúrarnir eru keyptir notaðir og hafa reynst vel annars staðar. Þeir eru í góðu standi og mun reglulegt viðhald halda þeim þannig.

 

Okkar Heimaey greindi frá.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.