Nauðsynlegt að tryggja forkaupsrétt

6.Júní'15 | 12:38

Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að tryggja forkaupsrétt sveitarfélaga þegar hætta er á að stór hluti fiskveiðikvótans verði seldur burt. Kveðið sé á um þetta í frumvarpi um stjórn fiskveiða, sem ekki náðist samkomulag um að leggja fram.

Hæstiréttur sneri í fyrradag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Vestmannaeyjabæjar gegn Síldarvinnslunni og félaginu Q44 um sölu á félaginu Bergi-Hugin í Vestmannaeyjum til Síldarvinnslunnar. Héraðsdómur hafði dæmt að bærinn ætti forkaupsrétt.

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum sagði í fréttum Rúv þetta hafa gríðarlega þýðingu fyrir íbúa í Vestmannaeyjum, þarna væri um að ræða tvö skip og 5.200 þorskígildistonn, enda fyrirtækið einn stærsti atvinnurekandinn þar. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir dóm Hæstaréttar ekki hafa komið á óvart.

„Þess vegna hefur verið unnið að því og það hefur verið mín skoðun að það sé nauðsynlegt að styrkja forkaupsréttarákvæði sveitarfélaga. Það ákvæði var styrkt í því frumvarpi um stjórn fiskveiða sem því miður af ýmsum ástæðum hefur ekki verið lagt fram enn, en ég er sammála bæjarstjóranum í Vestmannaeyjum að það sé nauðsynlegt að það ákvæði verði styrkt,“ segir Sigurður Ingi.

Hann segir að í frumvarpinu sé sú styrking mjög öflug og raunverulegur neyðarhemill fyrir byggðarfélög þegar selja eigi stóran hluta kvóta sem hafi áhrif á atvinnu og byggð. En kæmi til greina að reyna að koma því ákvæði í gegnum þingið þótt frumvarpið í heild bíði?

„Ef að löggjafarsamkoman verður meira sammála um það heldur hún reyndist vera þegar ég var að kynna fyrir þeim frumvarpið um stjórn fiskveiða, þá er ég til í það. Þetta er mín skoðun að sé nauðsynlegt að gera til að tryggja meiri festu í byggðafestu landsins."

Sýnist þér vera andstaða hjá löggjafanum að tryggja það?

,,Ég veit það ekki, en það var einhver ástæða fyrir því að menn vildu ekki klára það mál,“ segir sjávarútvegsráðherra.

 

Rúv greindi frá.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.