Heilbrigðismál:

Hvers vegna var hópurinn skipaður?

Hvað gefur ráðherra heimild til að vinna ekki eftir þverfaglegri niðurstöðu?

5.Júní'15 | 08:23

Samráðshópur heilbrigðisráðherra og bæjarstjórnar Vestmannaeyja var skipaður árið 2013. Hópurinn skilaði af sér ágætri skýrslu í lok nóvember sama ár. Eyjar.net hefur fengið skýrsluna - og munum við nú skoða það mál sem full samstaða reyndist um í hópnum og skoða hverju það skilaði okkur.

Hópinn skipuðu, fyrir hönd velferðaráðuneytisins:

  • Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, sem fór fyrir störfum hópsins.
  • Steinunn Sigurðardóttir


Fyrir hönd bæjarstjórnar Vestmannaeyjar:

  • Hjörtur Kristjánsson
  • Trausti Hjaltason
  • Guðný Bogadóttir.


Fæðinga- og skurðstofuþjónusta.

Samstarfshópurinn var sammála um, og lagði eftirfarandi til við ráðherra og ráðuneytið:

,,Mikilvægt er, vegna landfræðilega aðstæðna að viðhalda færni og þekkingu í fæðingarhjálp með viðeigandi mönnun skurðstofu Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum (HSVe) allan sólahringinn. Hópurinn gerir því tillögu um að í Vestmannaeyjum verði fæðingarþjónusta að öllu jöfnu á stigi ,,C1" samkvæmt flokkun Embættis landlæknis. Afstaða þessi byggir á niðurstöðu vinnuhóps um þjónustu við fæðandi konur í Vestmannaeyjum og tekur m.a mið af núverandi fyrirkomulagi sjúkraflugs í landinu. Samstarfshópurinn telur einnig mikilvægt að marka stefnu þar sem fæðinga- og skurðstofuþjónusta er skilgreind sem mikilvægur þáttur til að tryggja öryggi íbúa Vestmannaeyja. Ef upp kemur sú staða að ekki reynist unnt að halda uppi skurðstofuþjónustu t.a.m. vegna skorts á viðeigandi mönnun færist fæðingarþjónusta í Vestmannaeyjum á stig ,,D1" samkvæmt flokkun Embættis landlæknis. Komi til slíks skal það kynnt fyrir alla hlutaðeigandi, m.a á heimasíðu HSVe. Áhættumeðgöngur skv. skilgreiningu Embættis landlæknis fara sem fyrr allar á Landspítala til fæðinga óháð ofangreindu."
 


Þetta atriði var það eina sem full sátt reyndist um meðal þeirra aðila sem sátu í starfshópnum. Rétt er að taka fram að fulltrúar Vestmannaeyjabæjar skiluðu einnig sér greinargerð vegna skýrslunnar. En lítum á þetta eina atriði sem full sátt ríkti um og skoðum hvar þetta mál er statt núna.

Ekki verður betur séð en síðan þessi skýrsla var unnin, hefur þjónustan minnkað enn frekar, og þ.a.l er öryggi fæðandi kvenna enn minna en það var og má m.a sjá það á hversu fáir verðandi foreldrar taka áhættuna á því að fæða hér. Það má benda á að engin svæfingalæknir er starfandi hér og í raun var tekin ákvörðun af ráðherra að loka skurðstofunni á haustmánuðum 2013 eða um svipað leiti og samráðshópurinn var skipaður. Þá var einnig starf skurðlæknis skorið verulega niður og er einungis 25% staða í dag og hefur hans hlutverk við aðstoð fæðinga þannig orðið að engu.

Heimildir Eyjar.net herma að mönnun á þessum störfum hafi ekki verið vandamál - heldur skortir fjármagn til að hægt sé að halda þjónustunni úti.

Trausti Hjaltason sat í samráðshópnum. Hann sagði í samtali við Eyjar.net ,,Ég lýsi yfir miklum vonbrigðum með að skýrslunni skuli nánast hafa verið stungið undir stólinn." Þá spyr hann „Hvað gefur ráðherra heimild til að vinna ekki eftir þverfaglegri niðurstöðu t.d. um að hér skuli rekin fæðingarþjónusta á stigi C1 (aðgangur að skurðstofu)?"
 

Er nema vona að spurt sé hvers vegna var þessi hópur skipaður - ef ekki er hægt að fara að einu tillögunni sem sátt reyndist um?

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.