Synjað um að slétta grasflöt í Herjólfsdal

4.Júní'15 | 13:54
salerni_dalurinn

Svæðið sem um ræðir.

Umhverfis- og skipulagsráð getur ekki orðið við beiðni ÍBV íþróttafélags um leyfi til að slétta flöt við salernishús í Herjólfsdal. Vestmannaeyjabær óskaði eftir umsögn Minjastofnunar vegna málsins enda um viðkvæmt svæði að ræða. Minjastofnun leggst gegn því að hróflað verði við svæðinu.

Í svari Minjastofnunar segir m.a að Minjavörður Suðurlands hafi hitt byggingarfulltrúann Sigurð Smára í Herjólfsdal þann 13. maí 2015. Uppi eru hugmyndir um að reisa tjald skammt frá hinum friðlýstu bæjartóftum í dalnum. Sú framkvæmd felur í sér að raska sverði til að koma niður undirstöðum og/eða gólfi í tjaldið og eins til að ná láréttum fleti. Sökum návígis við hinar friðlýstu minjar getur minjavörður með engu móti fallist á slíka framkvæmd sem felur í sér jarðrask. Gott er að hafa í huga að samkvæmt núgildandi minjalögum er 100 m friðhelgað svæði umhverfis friðlýstar fornleifar.

Rétt er að vekja athygli á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 en þar segir:  „Ef fornminjar sem áður voru ókunnar finnast við framkvæmd verks skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmd án tafar. Skal Minjastofnun Íslands láta framkvæma vettvangskönnun umsvifalaust svo skera megi úr um eðli og umfang fundarins. Stofnuninni er skylt að ákveða svo fljótt sem auðið er hvort verki megi fram halda og með hvaða skilmálum. Óheimilt er að halda framkvæmdum áfram nema með skriflegu leyfi Minjastofnunar Íslands.“

Á þessum grunni synjar umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyjabæjar, ÍBV íþróttafélagi um framkvæmdaleyfi á svæðinu.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.