Fréttaskýring:

Salan á hlutabréfum í Bergi Hugin ehf dæmd gild

4.Júní'15 | 17:01

Bergur Huginn gerir m.a út Bergey VE

Hæstiréttur hefur dæmt sölu á hlutabréfum í Bergi Hugin (BH) til Síldarvinnslunnar gilda.  Málavextir er þeir að í ágústmánuði 2012 keypti Síldarvinnslan öll hlutabréf í BH.  Vestmannaeyjabær krafðist þess að neyta forkaupsréttar á grundvelli 3. mgr. 12. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða en kaupandi og seljandi höfnuðu því að þau lög stæðu til þess að forkaupsréttur vaknaði þar sem ekki væri verið að selja skip heldur hlutafé.

Vestmannaeyjabær fór með málið fyrir dómstóla og krafðist þess að kaupin yrðu ógilt þar sem honum hafi ekki verið boðinn forkaupsréttur. Héraðsdómur dæmdi Vestmannaeyjabæ í vil á þeim forsendum að þótt lögin kvæðu ekki á um forkaupsrétt berum orðum þegar um sölu á hlutafé væri að ræða heldur aðeins á skipi þá hefði vilji löggjafans staðið til þess að bera slíkt að jöfnu þegar að, með sölu hlutafjár, væri aðallega verið að selja skip.

Hæstiréttur komst að annarri niðurstöðu og taldi að forkaupsréttur væri takmarkandi gagnvart stjórnarskrárvörðum eignarréttindum og að slíkt ákvæði yrði ekki túlkað með rýmkandi hætti.  Þá taldi Hæstiréttur einnig að verðmæti selda skipa væru aðeins um 20% af verðmæti hins selda skv. bókfærðu verði þannig að ekki væri á nokkurn hátt leitt í ljós að verið væri að klæða sölu á skipi í annan búning. Þannig er ljóst að Hæstiréttur horfir ekki til verðmæta aflahlutdeildar við mat á verðmæti skips.

Því liggur fyrir að Síldarvinnslan er nú eigandi að öllu hlutafé í Berg Hugin. Ekki er vitað um hvernig útgerð skipanna verður háttað til framtíðar litið en hugsanlega hefur ágreiningur sá sem verið hefur uppi um söluna dregið það á langinn að þetta sterka útgerðarfyrirtæki sem skiptir miklu máli hér í Eyjum, heyri til fortíðar í útgerðarsögu Vestmannaeyjaeyja.
 

Tengd frétt.

Dómur Hæstaréttar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.