Fréttatilkynning:

Sirkusinn kemur í bæinn!

3.Júní'15 | 18:08

Sirkus Íslands sækir Vestmannaeyjar heim á Goslokahátíð. Þrjátíu sirkuslistamenn manna sirkuslestina og sjá um öll störf í sirkusnum.

 

Þeir sýna loftfimleika, klæðast trúðabúningum, elda mat, selja miða, rúlla sér á hjólaskautum, leika ljón, spúa eldi, poppa, snúa kandíflosi, sjá um miðasölu, húlla, takast á loft, stela senunni, og setja upp og taka niður Jöklu, sem er fyrsta farandsirkustjaldið á Íslandi.

Þrjár mismunandi sýningar verða sýndar í Vestmannaeyjum. á hverjum stað. Heima er best er stóra fjölskyldusýningin, S.I.R.K.U.S. er krakkasýningin – hún er sérsniðin að leikskólaaldri, þó ekki á kostnað eldri áhorfenda og svo er það fullorðinssirkusinn Skinnsemi er sirkuskabarett með fullorðinsbragði sem er bönnuð innan 18 ára. Sirkusmiðasalan er hafin á miði.is þar sem nánar er hægt að lesa um sýningarnar og sjá brot úr þeim.

Sérstakir gestir á Skinnsemi í Vestmannaeyjum eru kraftakonan Mama Lou og Paula Alvalá. Paula er brasilískur kontortionisti (twittervinir sirkusins stinga upp á íslensku orðunum snákakona, beygla og sambrotstæknir) sem bæði fettir sig og brettir á jörði niðri og uppi í loftinu.

Mama Lou er kraftakona frá Bandaríkjunum sem mer epli á tvíhöfðanum, rífur símaskrár í tvennt og brýtur matprjóna með rasskinnunum. Hún verður með okkur á sýningunni Skinnsemi í Vestmannaeyjum. Hún hefur áður komið til Íslands og komið fram með sirkusnum.

 

sirkus_mamalou

Mama Lou

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.