Fréttatilkynning:

Sungið beint í hjartastað á Sjómannadags söng

- í Eyjum

2.Júní'15 | 07:13

Blússandi söngur og stemmning verður á hefðbundnu Sjómannadags söngkvöldi í Akoges í Vestmannaeyjum n.k. fimmtudagskvöld 4.júní.
Söngkvöldið hefst kl.22. Topp tónlistarmennirnir Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson munu leiða galdra sína á vettvangi tónlistargyðjunnar með hljómsveit Árna Johnsen og félaga, Blússbandinu.

Nokkrir snjöllustu tónlistamenn Eyjanna mæta til leiks, Jarl Sigurgeirsson gítar og söngur, Sigurmundur Einarsson (Simmi í Betel) á bassa, Ósvaldur / Obbi Guðjónsson gítar, trompett og píanó, Einar Sigurmundsson gítar, Högni Hilmisson bassi, Breki Johnsen gítar, Árni Johnsen söngur og gítar og Magnús Eiríksson gítar og söngur og Pálmi Gunnarsson bassi og söngur.

Það er aldrei gefið eftir á Sjómannadags söngkvöldi og sungið beint í hjartastað. Menn losna við allar heimsins áhyggjur á söngkvöldi í Akoges þar sem sungið er í beit fram eftir nóttu.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.