Nemanja aftur til Eyja

2.Júní'15 | 11:00


Handknattleiksráð ÍBV hefur samið við Nemanja Malovic um að spila með liðinu á næstu leiktíð. Nemanja er 24 ára gamall Svartfellingur og var hann með ÍBV keppnistímabilið 2012-13 þegar liðið sigraði 1. deildina örugglega.

Þá var hann markahæsti leikmaður liðsins og skoraði 141 mark í 19 leikjum. Hann setti met þetta tímabil hjá ÍBV þegar hann skoraði 17 mörk í einum leik í 26-25 sigri á Selfoss.

Eftir tímabilið í Eyjum fór Nemanja til Sviss þar sem hann hefur spilað síðustu tvö tímabil með Amicitia Zurich í efstu deild en er nú á leið aftur til Vestmannaeyja.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%