Nemanja aftur til Eyja

2.Júní'15 | 11:00


Handknattleiksráð ÍBV hefur samið við Nemanja Malovic um að spila með liðinu á næstu leiktíð. Nemanja er 24 ára gamall Svartfellingur og var hann með ÍBV keppnistímabilið 2012-13 þegar liðið sigraði 1. deildina örugglega.

Þá var hann markahæsti leikmaður liðsins og skoraði 141 mark í 19 leikjum. Hann setti met þetta tímabil hjá ÍBV þegar hann skoraði 17 mörk í einum leik í 26-25 sigri á Selfoss.

Eftir tímabilið í Eyjum fór Nemanja til Sviss þar sem hann hefur spilað síðustu tvö tímabil með Amicitia Zurich í efstu deild en er nú á leið aftur til Vestmannaeyja.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.