Fréttatilkynning:

Karlakór Vestmannaeyja formlega stofnaður

2.Júní'15 | 09:41

Formlegur stofnfundur Karlakórs Vestmannaeyja fór fram sunnudaginn 31. Maí síðastliðinn  á Háaloftinu. Samþykkt voru lög fyrir félagið auk þess var kosin stjórn og í önnur embætti.

Nýkjörna stjórn skipa Sindri Ólafsson formaður, Hörður Orri Grettisson gjaldkeri, Jarl Sigurgeirsson ritari, Ágúst Halldórsson meðstjórnandi og Guðjón Örn Sigtryggsson meðstjórnandi. Rúmlega 30 manns sóttu fundinn og var hugur í fundarmönnum sem glöggt má sjá í annari grein laga kórsins, „Tilgangur félagsins er að æfa og halda uppi karlakórssöng og sameina í söng og gleði allar kynslóðir karlmanna í Vestmannaeyjum. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að skipuleggja tónleika og með því að efla samstarf við aðra kóra og tónlistarhópa“.

Fundinum var svo slitið með kröftugum samsöng eins og lög gera ráð fyrir.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.