Eimskip og ÍBV framlengja farsælt samstarf

2.Júní'15 | 09:17
Undirskrift IBV_Eimskip

Gylfi og Íris handsala samninginn

Í leikhléi á leik ÍBV og Víkings á sunnudaginn skrifuðu Eimskip og ÍBV íþróttafélag undir nýjan samstarfssamning. Eimskip hefur stutt vel við bakið á félaginu síðastliðin ár og er samningurinn heildarsamningur sem nær til allra deilda félagsins. Samningurinn er til tveggja ára.

Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips var ánægður með áframhaldandi samstarf. ,,Við höfum átti í löngu og farsælu samstarfi við ÍBV. Það er unnið mjög gott forvarnar- og æskulýðsstarf í Eyjum sem við viljum gjarnan taka þátt í áfram. Með þessum samningi vill Eimskip koma til móts við ÍBV, og þá ekki aðeins knattspyrnuna, heldur aðrar deildir og létta þannig undir þeirri byrði sem ferðakostnaður félagsins er í samanburði við önnur félög. Við óskum ÍBV alls hins besta á komandi árum og vonum að undirskrift okkar hafi eitthvað með fyrsta sigurinn að gera á sunnudaginn".

Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBV hafði þetta að segja um samninginn. ,,Samningurinn snýr að farþegaflutningum Herjólfs sem rekinn er af Eimskip, fyrir leikmenn, liðstjóra og þjálfara deilda ÍBV og mun samningur þessi því létta mikið undir rekstri félagsins. Merki Eimskips verður á keppnisbúningum meistaraflokks félagsins í kvenna- og karla knattspyrnu eins og verið hefur undanfarin ár og einnig verður félagið áberandi í öllu starfi félagsins. Það góða samstarf sem verið hefur á undanförnum árum í kringum viðburði ÍBV verður viðhaldið og mun ÍBV leggja sig fram um að auka þetta samstarf enn frekar til hagsbóta fyrir ÍBV, Eimskip og Herjólf."

Gylfi Sigfússon og Íris Róbertsdóttir, formaður ÍBV skrifuðu undir samninginn.

 

 


 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is