Fréttatilkynning:

Eyja-appið komið í loftið

1.Júní'15 | 14:29

Nýtt snjallforrit, Eyja appið, hefur verið sett í loftið. Í Eyja appinu er hægt að finna upplýsingar um afþreyingu, verslanir, veitingar, þjónustu, gistingu, áhugaverða staði, tilboð o.fl. í Vestmannaeyjum.

Snjallforritið hentar einstaklega vel þeim sem heimsækja Vestmannaeyjar sem og heimamönnum sjálfum. Snjallforritið sýnir hvaða þjónusta og verslun er í boði í Eyjum, hvað sé um að vera í Eyjum hverju sinni, sem og hvað unnt er að hafa fyrir stafni þar. Snjallforritið er líka tilvalið fyrir gesti íþróttamóta, Goslokahátíðar, Þjóðhátíðar og annarra viðburða en þar er hægt að finna dagskrá viðburða sem og ýmsar aðrar áhugaverðar upplýsingar.

Snjallforritið var opinberlega sett í loftið 1. júní 2015 en þegar hafa fjölmargir halað því niður í símana sína. Forritið er einkaframtak tveggja Eyjapeyja, þeirra Ragnars Ragnarssonar og Zindra Freys Ragnarssonar en einnig kemur Eyjaaðdáandinn, Laila Sæunn Pétursdóttir, að appinu.

Appið er núþegar fáanlegt í Apple Store og Google Play. Facebook síða snjallforritsins er: https://www.facebook.com/eyjaappid og er hægt að hala því einnig niður með því að nota QR kóðann sem fylgir hér með.

Aðstandendur Appsins vilja líka benda skipuleggjundum atburða sem eiga sér stað í Vestmannaeyjum að hafa samband í gegnum Facebook síðuna  eða á eyjaappid@eyjaappid.is og þá er hægt að setja atburðinn inn á snjallforritið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).