Nýtt Eyja-app í smíðum

29.Maí'15 | 14:18

Nýtt snjallsímaforrit um sveitarfélagið og þá þjónustu sem það hefur upp á að bjóða er væntanlegt. Verkið er á lokastigum undirbúnings og nú stendur yfir allsherjar skráning á fyrirtækjum og þjónustu. Appið er hugsað bæði fyrir ferðamenn og heimamenn sem leiðsögumaður í vasa.

Frá því í fyrrasumar hefur undirbúningur sveitarfélagsins að snallsímaforriti staðið yfir. Forritið hefur tekið sinn tíma í vinnslu en á næstunni verður það tilbúið fyrir flest öll símtæki og spjaldtölvur.

Snallsímaforrit þetta er hugsað þér sem leiðsögumaður í vasa, bæði fyrir heimamenn sem og gesti eyjanna. Appinu er ætlað að auglýsa alla þjónustu sem í boði er á Eyjunni, viðburði og áhugaverða staði. Kort og staðsetningarbúnaður mun leiða þig um og sjá til þess að þú ratir á alla réttu staðina. Appið er gefið út af sveitarfélaginu og unnið af hugbúnaðarfyrirtækinu Locatify. Vestmannaeyjabær hugsar appið sem þjónustu við ferðamenn og aðstoð fyrir einkafyrirtæki í að auglýsa sig og koma þjónustu sinni á framfæri, frá þessu er greint á vef Vestmannaeyjabæjar.

Áhugaverðir staðir, gönguleiðir, söguslóðir, ratleikir og þjónusta sveitarfélagsins hefur nú þegar verið skráð. En yfir stendur allsherjar skráning á einkafyrirtækjum með einfaldasta móti. Byggir sú skráning á gangagrunni fyrri ára.

Appið hefur nú þegar verið kynnt lauslega innan samtaka ferðaþjónustunnar í Eyjum. Einnig hefur átt sér stað samstarf við aðal samgönguæð Eyjanna Herjólf/Eimskip.

Bráðlega verður haldinn opinn fundur um appið bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Fyrir nánari upplýsingar og ábendingar má senda línu á Kristinn Pálsson, kristinn@vestmannaeyjar.is.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is