Nýtt Eyja-app í smíðum

29.Maí'15 | 14:18

Nýtt snjallsímaforrit um sveitarfélagið og þá þjónustu sem það hefur upp á að bjóða er væntanlegt. Verkið er á lokastigum undirbúnings og nú stendur yfir allsherjar skráning á fyrirtækjum og þjónustu. Appið er hugsað bæði fyrir ferðamenn og heimamenn sem leiðsögumaður í vasa.

Frá því í fyrrasumar hefur undirbúningur sveitarfélagsins að snallsímaforriti staðið yfir. Forritið hefur tekið sinn tíma í vinnslu en á næstunni verður það tilbúið fyrir flest öll símtæki og spjaldtölvur.

Snallsímaforrit þetta er hugsað þér sem leiðsögumaður í vasa, bæði fyrir heimamenn sem og gesti eyjanna. Appinu er ætlað að auglýsa alla þjónustu sem í boði er á Eyjunni, viðburði og áhugaverða staði. Kort og staðsetningarbúnaður mun leiða þig um og sjá til þess að þú ratir á alla réttu staðina. Appið er gefið út af sveitarfélaginu og unnið af hugbúnaðarfyrirtækinu Locatify. Vestmannaeyjabær hugsar appið sem þjónustu við ferðamenn og aðstoð fyrir einkafyrirtæki í að auglýsa sig og koma þjónustu sinni á framfæri, frá þessu er greint á vef Vestmannaeyjabæjar.

Áhugaverðir staðir, gönguleiðir, söguslóðir, ratleikir og þjónusta sveitarfélagsins hefur nú þegar verið skráð. En yfir stendur allsherjar skráning á einkafyrirtækjum með einfaldasta móti. Byggir sú skráning á gangagrunni fyrri ára.

Appið hefur nú þegar verið kynnt lauslega innan samtaka ferðaþjónustunnar í Eyjum. Einnig hefur átt sér stað samstarf við aðal samgönguæð Eyjanna Herjólf/Eimskip.

Bráðlega verður haldinn opinn fundur um appið bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Fyrir nánari upplýsingar og ábendingar má senda línu á Kristinn Pálsson, kristinn@vestmannaeyjar.is.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is