Héldu að báturinn færi á hliðina

29.Maí'15 | 22:22
Vikingur_innsigling_lh_05_2015

Skjáskot: RÚV

Farþegar urðu mjög óttaslegnir þegar ferja með sextíu manns um borð snarsnerist í innsiglingunni í Landeyjahöfn fyrir skömmu. Skipstjórinn segir að engin hætta hafi verið á ferðum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar atvikið, ásamt öðru nýlegu atviki í mynni hafnarinnar.

Siglingar til og frá Landeyjahöfn hafa gengið illa frá því höfnin var opnuð. Ekkert var siglt í höfnina í 160 daga í vetur og vor. Aðstæður í innsiglingunni geta verið afar erfiðar. 20. maí síðastliðinn var ferjan Víkingur að sigla með fullan bát af fólki inn í höfnina þegar stórsjór skall á ferjunni sem snarsnerist í mynninu, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.

Á meðal farþega var úrvalsdeildarlið Leiknis í knattspyrnu sem hafði verið að spila við ÍBV fyrr um daginn.

„Við erum að sigla inn og stutt í land og þá koma rosalegar öldur og það virkar þannig eins og við séum í rauninni að snúast og að fara á hliðina,“ segir Davíð Snorri Jónasson, þjálfari Leiknis. „Fólk var hrætt. Foreldrar urðu hræddir um börnin sín. En það var það stutt í land að það voru margir sem hugsuðu bara að þeir gætu synt í land. Það var kannski það sem bjargaði því.“

„Við fengum brot aftan á skipið. Þrjú brot eins og er algengt þarna í höfninni þegar það er einhver sjór. Þó var ölduhæðin ekkert mjög há, 1,7 metrar,“ segir Guðbjörn Guðmundsson, skipstjóri Víkings.

„Við settum bara stjórnborðsvélina á fullt afturábak til að rétta hann af enda rétti hann sig fljótt af eins og þú sérð á myndunum. Þannig að það skapaðist í raun engin hætta í sjálfu sér,“ segir Guðbjörn.

Fólk hélt að báturinn gæti farið á hliðina?

„Fólk gat alveg trúað því,“ segir Davíð Snorri, þjálfari Leiknis. „Ég var farinn að halda það í smá stund. Fólk horfði á hvort annað og var að velta fyrir sér hvað gerum við ef eitthvað gerist,“ segir hann og bætir við að fólki hafi ekki staðið á saman.

 

Það þarf tvo 300 metra garða.

„Ég hef alltaf sagt að það þarf garða þarna út, tvo 300 metra garða niður á 12-14 metra dýpi til að fá höfnina í lag,“ segir Sigurmundur Gísli Einarsson, eigandi Viking tours.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur málið til skoðunar, en þar á bæ höfðu menn ekki séð myndbandið af atvikinu sem hér sést. En hefði skipstjórinn ekki átt að sigla inn í þessar aðstæður?

„Það má alltaf meta það. En eins og þú þá er full stjórn allan tímann á skipinu. Um leið og það snýst er því snúið á réttan veg. Það hefur komið við að við höfum snúið við í Landeyjahöfn. Og þá var það í verri aðstæðum en voru þarna,“ segir Sigurmundur.

„Þetta er bara hlutur sem þarf að laga. Það er ekki hægt að skip séu að sigla þarna inn í stórsjó,“ segir Guðbjörn, skipstjóri Víkings.

Daginn eftir snarsnérist svo Herjólfur í innsiglingunni. Skipstjóranum tókst þó að rétta skipið af. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur tekið það atvik til formlegrar rannsóknar.

Vegagerðin annast rekstur Landeyjahafnar. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri gat ekki veitt viðtal vegna málsins í dag.

 

Rúv greindi frá, hér má sjá myndband af siglingunni.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).