Samgönguáætlun 2015 - 2018:

1,3 milljarðar í Landeyjahöfn næstu 3 árin

29.Maí'15 | 17:13

Ólöf Nordal innanríkisráðherra mælti í dag á Alþingi fyrir tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun áranna 2015 til 2018. Ef horft er sérstaklega til Landeyjahafnar er ljóst að fjármagnið dugir fyrir litlu öðru enn dýpkun, en áætlaðar eru um 1300 milljónir til framkvæmda við höfnina á þremur árum.

Á þessu tímabili er gert ráð fyrir að tæpum 112 milljörðum króna verði varið til verkefna á öllum sviðum samgangna og að framlög til þeirra aukist um 3% árlega árin 2016 til 2018 í samræmi við hagvaxtarspár. Ráðherra sagði í ræðu sinni að óskandi hefði verið að hefja fleiri verkefni á tímabilinu en hún sagði tillöguna byggjast á raunsæi og fyrirhyggju þar sem fjármunir væru takmarkaðir.

Ekki er talað um í áætluninni fjármagn vegna nýsmíðar á Vestmannaeyjaferju, en sem kunnugt er - var samþykkt í ríkisstjórn fyrr í þessari viku að fara í útboð á nýrri ferju.

Hafnamál

Til hafnamála verður alls varið um 6 miljörðum króna. Stærsti útgjaldaliður þessa hluta áætlunarinnar er sem fyrr Landeyjahöfn. Alls er gert ráð fyrir að 1,3 milljörðum króna verði varið til framkvæmda við höfnina á tímabilinu, m.a. til rannsókna og framkvæmda sem eiga að draga úr sandburði til frambúðar, til árlegrar dýpkunar og uppgræðslu við hafnarsvæðið. Þá ber þess að geta að hönnun nýrrar Vestmannaeyjarferju er nú lokið og er verkið tilbúið í útboð. Loks verða töluverðar framkvæmdir við Húsavíkurhöfn tengdar uppbyggingu á Bakka en 471 milljón króna verður varið til þeirra, segir í áætluninni.

 

Þessu tengt:

Dælt fyrir 1,1 milljarð

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.