Vestmannaeyjabær tapar dómsmáli

27.Maí'15 | 17:50
heradsdomur_sudurlands_visir

Mynd: Vísir.is

Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í síðustu viku þar sem Grétar Þórarinsson stefndi Vestmannaeyjabæ vegna deilna um lóðarleigusamning. Grétari var leigð út 744 fm lóð 1982 til 50 ára. Lóðin var sérstaklega afmörkuð með hnitum og uppdrætti.

Stefndi (Vestmannaeyjabær) gekk þann 2. mars 2005 frá lóðarleigusamningi við þriðja aðila um lóð að Vesturvegi 40, en sú lóð mun liggja upp að lóð stefnanda að Heiðarvegi 6.

Við gerð lóðarleigusamnings vegna Vesturvegar 40 virðast hafa orðið mistök þar sem hluta af leiguandlagi lóðarleigusamningsins, 47,2 m² skika, hafi verið ráðstafað sem hluta andlags lóðarleigusamningsins um Vesturveg 40. Hafi stefndi þannig án vitundar stefnanda leigt út spildu sem tilheyrt hafi lóðinni að Heiðarvegi 6 til þriðja aðila, þ.e. lóðartaka Vesturvegar 40. Hafi sama spildan því verið leigð tveimur ótengdum aðilum vegna mistaka sem alfarið séu á ábyrgð stefnda, segir m.a í dómnum.

 

Dómsorðið er:

,,Viðurkennt er að í gildi sé lóðarleigusamningur milli stefnanda, Grétars Þórarinssonar og stefnda, Vestmannaeyjabæjar, sem komst á þann 2. apríl 1982. Vestmannaeyjabæ er gert að greiða stefnanda 1.000.000 króna upp í málskostnað."

 

Eyjar.net náði tali af Lúðvík Bergvinssyni, lögmanni Grétars vegna málsins. ,,Þetta mál er allt hið dapurlegasta. Grétar hefur þurft að standa í áralangri baráttu við að fá sjálfsögð réttindi sín viðurkennd og það tókst ekki fyrr en dómur féll loks nýlega. Það tekur mjög á fólk að standa í svona baráttu í sinni heimabyggð gagnvart sveitarfélaginu sem það hefur lifað í allt sitt líf og gefið sitt lífsstarf. Það er gott að niðurstaða er fengin í málinu" sagði Lúðvík.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.