Óboðlegt fyrir Eyjamenn með mökum í tíu manna klefa

27.Maí'15 | 21:29

Ómar Ragnarsson var ekki lengi að skella saman stöku er hann las ræðu Ásmundar Friðrikssonar um nýsamþykkt ríkisstjórnar um útboð á nýrri ferju milli lands og Eyja.

Ásmundur sagði m.a:

,,Í nýja skipinu er ekki gert ráð fyrir sérklefum heldur að það verði tíu manna klefar eða almenningar og ég vil bara segja það í léttum tón að ef ríkisstjórnin færi til Eyja þá þyrfti hún að sofa með mökum sínum saman í klefa. Ef hún getur það þá geta auðvitað Eyjamenn það. En í fúlustu alvöru er það auðvitað ekki boðlegt að hafa slíka aðstöðu fyrir Eyjamenn."

Kjarni málsins felst í eftirfarandi stöku að mati Ómars

Ási bendir á það hér,

að undir mörgum hitni

ef sofið hjá til Eyja er

með átta manns sem vitni

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.