Bæjarráð:

Vilja að fram fari óháð verðmat á Sparisjóðnum

26.Maí'15 | 21:17

Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag að skrifa ekki undir samruna Landsbankans og Sparisjóðs Vestmannaeyja. Bærinn átti tíu prósenta hlut í sparisjóðnum þegar Landsbankinn tók hann yfir í lok apríl. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir mikilvægt að öll spilin verði lögð á borðið

Á fundi bæjarráðs í dag var tekið fyrir erindi frá Landsbankanum. Í bókun bæjarráðs kemur fram að ráðið telji sérlega mikilvægt að engin vafi sé um mat á eignum og skuldbindingum sparisjóðsins. „Af þeim sökum er mikilvægt að stofnfjáreigendum eða fulltrúum þeirra verði tryggður eðlilegur aðgangur að þeim gögnum sem liggja til grundvallar slíku mati. Illu heilli er enn slíkur vafi umlykjandi málið,“ segir í bókun bæjarráðs.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir í samtali við fréttastofu að mikilvægt sé að öll spil verði lögð á borðið og öllum vafa verði eytt. Í erindi Landsbankans komi meðal annars fram að eignasafn sparisjóðsins hafi verið lakara en talið var. Bæjarfélagið vilji því að fram fari óháð verðmat á því hvers virði eign bæjarins er. 

Hann segir að á sveitarfélaginu ríki rannsóknarregla - því beri að taka upplýsta ákvörðun en það geti það ekki gert án þess að hafa aðgang að öllum gögnum. Og bæjarstjórinn ítrekar það sem hann hefur áður sagt - að það sé sérkennilegt að kaupandinn hafi haft meiri upplýsingar um verðmæti sparisjóðsins en seljandinn. 

Staða sparisjóðsins var mjög erfið þegar Landsbankinn tók hann yfir. Um milljarður í eigin fé SPV hvarf við afskriftir á slæmu útlánasafni í útibúinu á Selfossi og hundruð milljóna voru teknar út skömmu fyrir yfirtökuna.

 

RÚV.is greindi frá.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.