Kjaradeilurnar:

Sennilega fundað á morgun

26.Maí'15 | 09:30

Eyjar.net tók stöðuna á Arnari Hjaltalín, formanni Drífanda vegna stöðunnar á kjaradeilunum. En að öllu óbreyttu leggja félagsmenn niður störf í tvo sólahringa á miðnætti aðfaranótt fimmtudags. Allsherjar verkfall brestur svo á 6 júní hafi samningar ekki náðst.

Við byrjuðum á að fá útskýrt hjá Arnari hverjir það eru nákvæmlega sem búið er að fresta verkföllum hjá. ,,Flóabandalagið er samsett af þremur stéttarfélaögum, Eflingu í Reykjavík, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og Sjómannafélagi Keflavíkur. Þessi félög eru í SGS eins og við en eru með sér samningumboð og hefur það verið þannig um áratugaskeið."

Er ekki búið að leggja fyrir ykkur sambærilegt tilboð og gerði það að verkum að V.R og Flóbandalagið frestuðu sínum aðgerðum?

Nei við höfum ekki fengið tilboð frá SA og vitum lítið hvað felst í tilboði þeirra til hinna félaganna.

Er ekki samvinna á milli t.d ykkar og Flóabandalagsins?

Við höfum verið í óformlegu samstarfi með þeim.

Að lokum sagði Arnar að líklega yrði fundur á morgun, miðvikudag með Samtökum Atvinnulífsins. Sá fundur hefur ekki verið boðaður en allavega mun samninganefnd félaganna 15 innan SGS sem eru í samstarfi hittast og fara yfir stöðuna. Verkfall mun að óbreyttu skella á hér í Eyjum og víða um landið á miðnætti aðfararnótt fimmtudags, nema komi til útspil frá SA.

 

Verkfalli ekki frestað hjá Drífanda.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.