Herjólfur snarsnérist í innsiglingunni

23.Maí'15 | 12:30

Farþegum í Herjólfi var brugðið þegar skipið snarsnerist í innsiglingunni í Landeyjahöfn á fimmtudag. Skipstjóri náði að rétta skipið af en atvikið átti sér stað við aðstæður sem hafa hingað til ekki valdið vandræðum við innsiglingu.

Atvikið átti sér stað í síðdegisferð Herjólfs á fimmtudag. Skipið snerist um 20 til 30 gráður í innsiglingunni og um skeið stefndi það upp í vestari hafnargarðinn. Mörgum um borð var brugðið en skipið komst heilu höldnu að bryggju.

Ólafur Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, segir aðstæður hafa verið ágætar þegar skipið lagði af stað en þegar það kom að Landeyjarhöfn virtist mönnum sem það hvessti skyndilega. „Herjólfur snýst þarna, í kringum 20 til 30 gráður til vesturs, þannig að stefni skipsins beinir í átt að vestari hafnargarðinum. Skipstjórinn bregst við með því að beita vélum skipsins og hliðarskrúfum, hann nær að rétta skipið snögglega af.“

Óhappanefnd Eimskips kom saman í gær og fór yfir gögn málsins. Hún hefur þrjá flokka sem hún fellir mál undir, atvik, óhöpp og slys. Þetta fellur undir atvik, vægustu skilgreininguna.

„Ef að skipstjórinn hefði ekki brugðist við þá hefði skipið klárlega getað farið upp í hafnargarð en þar sem skipstjórarnir okkar hafa mikla reynslu af að sigla þarna inn þá vita þeir hvernig á að bregðast við þessu. Það er skiljanlegt að farþegum og þeim sem sáu þetta atvik hafi brugðið,“ segir Ólafur. Þetta verði þó ekki talið alvarlegt, þar sem því sem hefði getað gerst hafi verið afstýrt.

Aðstæðurnar voru þó óvenjulegar fyrir svona atvik. Öldur voru í meðallagi, skyggni gott og vindur lítill. „Það er eitthvað við þessar aðstæður sem menn eru að glíma við sem þeir þekkja ekki frá fyrri árum,“ segir Ólafur. Hann segir að það sé nokkuð sem Vegagerðin og aðrir verði að skoða, meðal annars hvort rif fyrir utan höfnina hafi breyst.

 

Rúv greindi frá.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.