Vinnuhópur vegna aðalskipulags skipaður

22.Maí'15 | 05:45

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs var skipaður hópur sem fara á í vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi Vestmannaeyjabæjar. Þar var einnig farið yfir minnisblað sem sent var á ráðið er varðar áherslur í komandi vinnu við endurskoðun aðalskipulags.


,,Í aðalskipulagi sveitarfélaga eru dregin fram helstu möguleikar til að bæta og þróa sveitarfélagið okkar. Horft er til landnotkunar, aldursamsetningar íbúa, samgangna, mannvirkjagerð og fleira mætti telja til" segir Margrét Rós Ingólfsdóttir, formaður ráðsins í samtali við Eyjar.net.

Ennfremur segir hún ,,Það sem liggur fyrir er að núverandi athafnasvæði eru fullbyggð og litlir möguleikar til stækkunar. Því þarf að leita lausna og finna ákjósanleg svæði fyrir athafna -og iðnaðarstarfsemi. Eitt af því sem horft er til er svæði á Nýja hrauninu. Þá eru hugmyndir um stórskipahöfn eitthvað sem skoðað verður af fullri alvöru, auk fjölgunar íbúðarlóða, efnistökumála, aðgengismála fatlaðra, skipulagsmála við Löngulág og áfram mætti telja. Mikilvægt er að horfa til framtíðar og hugsa lausnamiðað, þar sem skipulag þetta mun gilda næstu árin."


Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður Skipulagsráðs stýrir vinnunni en í vinnuhópnum eru einnig Jóhanna Ýr Jónsdóttir og Páll Marvin Jónsson auk starfsmanna framkvæmdasviðs, Ólafs Þórs Snorrasonar og Sigurðs Smára Benónýssonar. Gert er ráð fyrir að skipulagssérfræðingar Alta muni vinna með hópnum.

,,Hópurinn mun á næstunni fara yfir áherslur í vinnunni og ræða við ýmsa hagsmunaaðila. Þá þætti mér gott og gagnlegt að fá ábendingar, hugmyndir og skoðanir frá bæjarbúum varðandi endurskoðun aðalskipulagsins" sagði Margrét Rós að endingu.
 

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).