Tilkynning frá Herjólfi:

Herjólfur áfram til Þorlákshafnar

21.Maí'15 | 06:58

Ákveðið hefur verið að fyrsta ferð dagsins verði til Þorlákshafnar, þar sem enn er ófært fyrir Herjólf til Landeyjahafnar. Brottför frá Vestmannaeyjum klukkan 08:30 og frá Þorlákshöfn klukkan 11:45.

Samkvæmt ölduspá á enn að vera ófært til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag, en endanleg ákvörðun varðandi siglingar seinni partinn í dag verður send út síðar í dag.

Mikil óánægja með hve seint er ákveðið hvert skuli siglt.

Eins og komið hefur fram þá gefur ölduspáin fyrir daginn í dag, því miður ekki tilefni til bjartsýni hvað Landeyjahöfn varðar en Þorlákshöfn á að vera í góðu lagi. Við munum þó alltaf vera tilbúin í að endurskoða ákvörðun ef færi gefst til þess að sigla til Landeyjahafnar þó búið sé að gefa út ákveða um siglingu til Þorlákshafnar. Hafandi sagt það er rétt að geta þess að við höfum fundið mikla óánægju með það þegar beðið er fram á síðustu stundu með að ákveða hvert skal siglt og því munum við reyna eins og hægt er að taka ákvörðun um siglingar með lengri fyrirvara en áður hefur verið gert samanber það sem við höfum gert síðastliðna daga, segir í tilkynningu frá Herjólfi.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.