Ábending/viðvörun til farþega Herjólfs næstu daga

19.Maí'15 | 12:58

Við viljum góðfúslega benda farþegum okkar á að ölduspá fyrir næstu daga er ekki góð fyrir siglingar til Landeyjahafnar, segir í tilkynningu frá Herjólfi. Ennfremur segir að ölduspá geri ráð fyrir hækkandi öldu utan við Landeyjahöfn næstu daga.

Ef útlit er fyrir að það verði ófært til Landeyjahafnar heilan dag þá verður siglt til Þorlákshafnar. Ef gera þarf breytingu á áætlun munum við senda út tilkynningu, að öðrum kosti munum við sigla samkvæmt áætlun.

Minnum farþega á að þeir sem eiga bókað í ferðir frá Vestmannaeyjum klukkan 08:30 og 18:30 og frá Landeykahöfn 09:45  og 19:45 eiga forgang í ferðir í Þorlákshöfn ef Herjólfur þarf að sigla þangað.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.