Útskrift fyrstu Marel fiskvinnslutækna

15.Maí'15 | 23:44
fisktaekniskoli_2015

Mynd: Grindavik.net

Á miðvikudaginn síðastliðinn útskrifaðist fyrsti árgangur Marel vinnslutækna frá Fisktækniskóla Íslands. Þetta nám er sniðið að þörfum fiskvinnslunnar sem er sífellt að verða tæknivæddari með áherslu á framleiðslugæði og hámarksnýtingu hráefnis.

Mikill skortur er á fólki með ákveðna tækni-, hugbúnaðar- og vinnsluþekkingu í fiskiðnaði og svarar þetta nám kalli iðnaðarins.

Námið skiptist í tvær annir, grunnnám á haustönn og sérhæft nám í Marel búnaði á vorönn. Hlutverk grunnámsins er byggja upp bakgrunn nema til að hann eigi auðveldara með að tileinka sér tæknilegt efni sem kennt er nær eingöngu á Marel tæki og hugbúnað í húsakynnum Marel.  Kennt er í lotum þar sem farið er í ákveðna tækjaflokka, svo sem framleiðsluhugbúnað, vogir, snyrtilínur, skurðarvélar ofl. Í lok annarinnar er farið í vinnustaðagreiningar og lagt fyrir lokaverkefni sem felst í að greina vinnsluferli valdra fiskvinnslufyrirtækja með það að markmiði að auka afköst, gæði og skilvirkni.

Að loknu námi hafa menn góða innsýn í virkni tækja og hugbúnaðar í fiskvinnslu og geta sinnt ákveðnu fyrirbyggjandi viðhaldi ásamt því að geta sett upp einfalda staðlaða vinnslulykla í helstu Marel tækjum.

Það voru átta einstaklingar sem luku námi í þessum fyrsta áfanga. Nemendur komu frá ýmsum stöðum á landinu svo sem Reykjavík, Vestmannaeyjum, Sandgerði, Akranesi og Grindavík. Það var glaðhlakkalegur hópur sem tók við prófskírteinum og minjagrip um námið í húsakynnum Marel ásamt sínum nánustu. Námið gefur þessum nemendum góða möguleika á að bæta enn frekar við sig þekkingu og þar með aukna möguleika á vinnumarkaðnum. Innritun fyrir næsta vetur er þegar hafin hjá Fisktækniskóla Íslands en hámarksfjöldi verður takmarkaður við 12 einstaklinga.

Nöfn þeirra sem að útskrifuðust í þetta sinn eru Björn Grétar Sigurðsson, Elmar Þór Pétursson, Gylfi Sigurðsson, Hrannar Baldvinsson. Hafliði Sigurðsson, Ríkharður Bjarki Guðmundsson, Sigtryggur Pálsson og Sævar Ólafsson.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is