Rauða spjaldið

sem Eyjamenn misstu af...

14.Maí'15 | 20:01

ÍBV og Þór/KA skildu jöfn í fyrsta leik sínum í pepsí deild kvenna. Þegar um hálftími var eftir af leiknum fékk leikmaður norðanstúlkna að líta rauða spjaldið hjá dómara leiksins. sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að....
 

....fáir virðast hafa tekið eftir að rauða spjaldið fór á loft hjá dómara leiksins, Hjalta Þór Halldórssyni. Allavega hjá ÍBV.

Í samtali við fótbolta.net sagði Ian Jeffs þjálfari ÍBV:

Ágústa Kristinsdóttir leikmaður Þór/KA fékk rautt spjald eftir 62 mínútur. Þegar Jeffs var spurður út í spjaldið varð hann hissa: „Rauða spjaldið? Hvenær kom það. Ég tók ekki einu sinni eftir því að það hafði gerst, ég þarf að horfa á það aftur. Ég var ekki að einbeita mér að því þegar það gerðist“

Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður ÍBV sagði svo þetta í samtali við Mbl.is eftir leikinn:

,,Þetta var mik­il bar­átta og ég verð nú bara að viður­kenna að ég missti af því þegar Ágústa var rek­in af velli. Ég gat held­ur ekki séð að þær væru manni færri. Það seg­ir okk­ur bara að Þór/​KA var að berj­ast vel og við náðum ekki að nýta liðsmun­inn."

Nú  bara spurning hvort einhver úr Eyjaliðinu tók eftir að andstæðingurinn var ekki með fullskipað lið síðasta hálftímann í leiknum?

 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.