Rauða spjaldið
sem Eyjamenn misstu af...
14.Maí'15 | 20:01ÍBV og Þór/KA skildu jöfn í fyrsta leik sínum í pepsí deild kvenna. Þegar um hálftími var eftir af leiknum fékk leikmaður norðanstúlkna að líta rauða spjaldið hjá dómara leiksins. sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að....
....fáir virðast hafa tekið eftir að rauða spjaldið fór á loft hjá dómara leiksins, Hjalta Þór Halldórssyni. Allavega hjá ÍBV.
Í samtali við fótbolta.net sagði Ian Jeffs þjálfari ÍBV:
Ágústa Kristinsdóttir leikmaður Þór/KA fékk rautt spjald eftir 62 mínútur. Þegar Jeffs var spurður út í spjaldið varð hann hissa: „Rauða spjaldið? Hvenær kom það. Ég tók ekki einu sinni eftir því að það hafði gerst, ég þarf að horfa á það aftur. Ég var ekki að einbeita mér að því þegar það gerðist“
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður ÍBV sagði svo þetta í samtali við Mbl.is eftir leikinn:
,,Þetta var mikil barátta og ég verð nú bara að viðurkenna að ég missti af því þegar Ágústa var rekin af velli. Ég gat heldur ekki séð að þær væru manni færri. Það segir okkur bara að Þór/KA var að berjast vel og við náðum ekki að nýta liðsmuninn."
Nú bara spurning hvort einhver úr Eyjaliðinu tók eftir að andstæðingurinn var ekki með fullskipað lið síðasta hálftímann í leiknum?

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey
27.Október'17Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is
Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála
2.Nóvember'18Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.
Vilt þú ná til Eyjamanna?
28.Júní'17Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.