Loforðið tekið upp í skuld

14.Maí'15 | 13:02
kristjan_thor_juliusson_ruv.is

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. Mynd: Ruv.is

Það er dapurlegt til þess að vita að loforð um fjárstuðning ríkisins til kaupa á tölvusneiðmyndatæki fyrir Sjúkrahúsið í Eyjum hafi verið svikið. Það virðist þó vera raunin. Um málið má m.a. lesa í blaði Eyjafrétta 6. maí sl.

Kvenfélagið Líkn stóð fyrir söfnun hér innanbæjar um kaup á nauðsynlegu tölvusneiðmyndatæki. Tækið sem um ræðir kostaði tæpar 40 milljónir króna og kom vilyrði frá Heilbrigðisráðuneytinu um styrk vegna kaupanna. Að því að Eyjar.net komast næst þá greiddi Heilbrigðisráðuneytið kr. 15 milljónir vegna tækisins inná reikning Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Í stað þess að fjármunirnir væru nýttir til kaupa tækisins þá virðist sem að Fjársýsla ríkisins, sem heyrir undir Fjármálaráðuneytið, hafi einfaldlega millifært fjármunina upp í skuld Heilbrigðisstofnunarinnar við ríkið.

Umrætt tölvusneiðamyndatæki er metið sem mjög mikilvægt tæki í heimabyggð og auki verulega á öryggi við meðhöndlun sjúklinga sem og muni það spara umtalsverðar fjárhæðir fyrir ríkið, þar sem minni þörf verður fyrir sjúkraflug.  

Þær Kvenfélagskonur leituðu því á náðir Ísfélagsins og með aðstoð þess náðist að landa tækinu bæjarbúum til hagsbóta. Engu að síður liggur fyrir að lofaður fjárstuðningur hins opinbera til kaupa á tækinu stóðst ekki. Loforð voru einfaldlega svikin, eins og málin standa núna.
 
Eyjar.net hefur rætt við þingmann úr stjórnarliðinu sem kom það mjög á óvart þegar honum voru færðar fréttir af hvar styrkur ríkisins endaði. 

Á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi var málið rætt. Bæjarfulltrúar hittu þingmenn kjördæmisins í febrúar s.l þar sem fullyrt var að búið væri að tryggja fjármagn ríkisins til kaupa á umræddu tæki. Sömu upplýsingar bárust einnig til Kvenfélagsins.  Greinilegt var að bæjarfulltrúum þóttu þetta döpur vinnubrögð og sannmæltust fulltrúar beggja flokka sem sæti eiga í bæjarstjórn að ræða við þingmenn kjördæmisins vegna vinnubragðanna.

Er það ekki krafa okkar að þessir fjármunir skili sér til Kvenfélagsins Líknar?  Fyrir utan það að loforð eiga að standa þá er það skaðlegt til framtíðar litið ef ekki er hægt að treysta orðum og gerðum þeirra sem stjórna hjá því opinbera.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).