Fréttatilkynning:

Sumaráætlun Herjólfs að bresta á

Athugið - nýir brottfarartímar

13.Maí'15 | 07:49

Næstkomandi föstudag 15. maí tekur tekur sumaráætlun Herjólfs gildi. Í ár eru, eins og áður hefur verið kynnt, nýir brottfarartímar allra ferða nema fyrstu ferðar frá Eyjum að morgni 08:30 og síðustu ferð frá Landeyjahöfn að kveldi 22:00.

Sem fyrr eru í reglulegri áætlun sigldar 34 ferðir í viku, fimm ferðir alla daga nema þriðjudaga þegar sigldar eru fjórar ferðir.

Ný áætlun gefur möguleika á að sigla 6. ferðina án þess að það raski öðrum brottfarartímum dagsins og mun það verða gert eitthvað í sumar, nánar um það síðar.

Breytingin er gerð með vitund Strætó og í samræmi við þessa áætlun þeirra. Við hvetjum farþega Herjólfs til þess að nýta sér frábæra þjónustu Strætó milli RVK og LAN og víðar auðvitað. Sjá nánar.

Án þess að spilla gleðinni mikið þá minnum við á að ef ófært er til Landeyjahafnar og útlit fyrir að svo verði heilan dag mun Herjólfur sigla til Þorlákshafnar.

 

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.