Kári Kristján semur við ÍBV

til fjögurra ára

13.Maí'15 | 14:24
Kari_IBV3

Karl formaður, Kári Kristján og Jóhann Oddgeirsson framkvæmdastjóri Samhentra við undirskriftina í dag.

Handknattleiksráð ÍBV hefur gert fjögurra ára samning við Kára Kristján Kristjánsson. Kári Kristján er 30 ára, fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og steig sín fyrstu handknattleiksspor á dúknum í gamla salnum í íþróttamiðstöðinni við Brimhólalaut.

Kári Kristján var rétt 16 ára er hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir ÍBV haustið 2000. Alls spilaði hann 115 leiki fyrir ÍBV og skoraði í þeim 184 mörk áður en hann söðlaði um og gekk til liðs við Hauka er hann hóf nám við íþróttafræðibraut Háskólans í Reykjavík. Kári Kristján er margreyndur atvinnmaður frá bæði Þýskalandi og Danmörku auk þess sem hann hefur verið fastamaður í landsliði Íslands mörg undanfarin ár.   

Þjálfar og kennir við íþróttaakademíu ÍBV og Vestmannaeyjabæjar

Auk þess að spila handknattleik fyrir ÍBV mun Kári Kristján þjálfa fyrir félagið og koma að starfi íþróttaakademíu ÍBV og Vestmannaeyjabæjar og vera þar hluti af þeim góða hópi sem mótar og þjálfar framtíðarleikmenn félagsins.

ÍBV býður Kára Kristján velkominn í hópinn og alla fjölskylduna aftur heim á Eyjuna fögru, segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is