Tanginn opnar í dag

- Bæjarbúar boðnir velkomnir

12.Maí'15 | 13:12
Tanginn_inni

Ljósmynd: Gunnar Ingi

Í dag klukkan 17.00 opnar veitingastaðurinn Tanginn. Staðurinn er allur hinn glæsilegasti og ekki skemmir staðsetningin fyrir. Húsið byggt út á höfnina þar sem Heimaklettur blasir við. Bæjarbúar eru boðnir velkomnir að skoða þennan skemmtilega stað í dag klukkan 17.00.

Á heimasíðu Tangans segir meðal annars:

,,Hjá Tanganum er hráefnið sem fæst við Vestmannaeyjar nýtt til fullnustu. Hráefni sem kemur úr klettunum, eyjunum, fjörunni og sjónum. Einnig eru villtar kryddjurtir sem vaxa í Vestmannaeyjum nýttar við matargerðina. Hjá Tanganum er hægt að gæða sér á dýrindis sjávarfangi en að auki er boðið upp á kjötrétt og grænmetsirétt sem og hamborgara fyrir þá sem vilja bara hafa hlutina einfalda.
Við hjá Tanganum höldum verðinu í lágmarki þannig að fjölskyldan getur líka notið þess að koma saman og snæða gæða mat á góðu verði. 
Frábær 400 fm pallur umlykur Tangann. Snilldar staður til að tilla sér á sumrin og gæða sér á léttum réttum og drykkjum."

 

Eyjar.net hvetur bæjarbúa til að líta við í dag og óskar eigendum Tangans til hamingju með glæsilegan stað.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).