Könnun SFR:

Framhaldsskólinn í Eyjum hástökkvari ársins

9.Maí'15 | 08:53

Á fimmtudaginn voru kynntar niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2015 og Fyrirtæki ársins 2015 í Silfurbergi í Hörpu að viðstöddu fjölmenni. Það er SFR stéttarfélag í almannaþjónustu sem stendur fyrir könuninni.

Stofnanir ársins 2015 eru þrjár, hver í sínum stærðarflokki. Ríkisskattstjóri er sigurvegari í flokki stórra stofnana (50 starfsmenn eða fleiri), Menntaskólinn á Tröllaskaga er stofnun ársins í flokki meðalstórra stofnana (20-49 starfsmenn) og Héraðsdómur Suðurlands bar sigur út býtum annað árið í röð í flokki minni stofnana (starfsmenn eru færri en 20).

Titilinn Hástökkvari ársins 2015 fá þrjár stofnanir að þessu sinni. Þær hækka allar jafn mikið milli ára. Þetta eru Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og Minjastofnun Íslands.

Þetta er í tíunda sinn sem SFR velur Stofnun ársins en könnunin er unnin af Gallup í samstarfi við VR, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og efnahags- og fjármálaráðuneytið og er ein sú stærsta sinnar tegundar á landinu. Alls fengu tæplega 50 þúsund starfsmenn á almennum og opinberum vinnumarkaði fengu könnunina senda og er val á Stofnunum ársins byggt á svörum tæplega 12.000 starfsmanna hjá ríki og sjálfseignarstofnunum.

Í hverjum flokki hljóta efstu stofnanirnar sæmdarheitið Fyrirmyndarstofnun, eins og rakið er hér að neðan.

Í flokki stærstu stofnana eru fimm fyrirmyndarstofnanir. Þær eru auk Ríkisskattstjóra, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Reykjalundur, Íslenskar orkurannsóknir og Fjölbrautaskólinn við Ármúla.

Í flokki meðalstórra stofnana eru fyrirmyndarstofnanirnar einnig fimm. Þær eru auk Menntaskólans á Tröllaskaga, Einkaleyfastofa, Fjölbrautarskóli Snæfellinga, Landmælingar og Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu.

Í flokki minnstu stofnananna eru fyrirmyndarstofnanirnar þrjár, þ.e. Héraðsdómur Suðurlands og Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og Persónuvernd.


Í könnuninni eru mældir þættir á borð við ánægju og stolt, starfsanda, trúverðugleika stjórnenda, launakjör, sjálfstæði í starfi, vinnuskilyrði, sveigjanleika vinnu og ímynd stofnunar.

Það er ánægjulegt að sjá að fleiri stofnanir blanda sér í toppbaráttuna en áður. Einkum er áberandi að framhaldsskólar landsins koma betur út úr könnuninni nú. Heildareinkunn allra þátta í könnuninni stendur nánast í stað og hefur verið nokkuð svipuð undanfarin ár. Einkunnin fyrir þáttinn ánægja með launakjör er hærri nú hjá framhaldsskólunum og má væntanlega rekja hærri heildareinkunn og betri árangur í könnuninni til þess.

Lægst er heildareinkunnin hjá stofnunum á sviði löggæslu, dómstóla og fangelsa, en hæst er hún meðal stofnana í verslun og þjónustu. Þá sýna niðurstöðu einnig að þeir sem hafa mannaforráð gefa yfirleitt hærri einkunn en þeir hafa þau ekki. Einnig gefa stjórnendur hærri einkunn en flestar aðrar starfstéttir að undanskyldu sölu- og afgreiðslufólki.

Konur eru sem fyrr heldur ánægðari á heildina litið. Þær mælast ánægðari á sjö af átta heildarþáttum könnunarinnar. Ánægja með launakjör eru hinsvegar heldur meiri hjá körlum en konum. Þó er athyglisvert að sjá að það dregur saman á milli kynjanna í afstöðu til launa á milli ára.

Enn er talsverður munur á milli opinberra starfsmanna og félagsmanna VR ef kannanir félaganna eru bornar saman og eru VR félagar ánægðari með alla ofangreinda þætti í könnuninni, að því er segir á heimasíðu SFR.

Á myndinni sést skólameistari FÍV, Helga Kristín sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd skólans.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.