Fréttatilkynning:

Æfa Metabolic á Skansinum

8.Maí'15 | 07:01

Þann 9. maí næstkomandi mun eiga sér stað stórviðburður í almenningsíþróttum í Vestmannaeyjum. Þá munu um 60 Metabolic iðkendur æfa saman í stórbrotnu umhverfi Eyjanna. Um 30 iðkendur eru í Eyjahóp Metabolic, um 20 manns koma frá Árbæ í Reykjavík og um 10 frá Selfossi.

Munu iðkendur nýta hina náttúrulegu krefjandi æfingaaðstöðu sem landslagið í Vestmannaeyjum býður upp á. Þjálfarar eru þrír; Þórsteina Sigurbjörnsdóttir með Eyjahóp, Eygló Egilsdóttir með hóp frá Árbæ og Ásta Björk Pálsdóttir með hóp frá Selfossi.

Æfingin fer fram á Skansinum þann 9. Maí kl 11:30 og stendur yfir í tæpa klukkustund.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.