Fréttatilkynning:

Æfa Metabolic á Skansinum

8.Maí'15 | 07:01

Þann 9. maí næstkomandi mun eiga sér stað stórviðburður í almenningsíþróttum í Vestmannaeyjum. Þá munu um 60 Metabolic iðkendur æfa saman í stórbrotnu umhverfi Eyjanna. Um 30 iðkendur eru í Eyjahóp Metabolic, um 20 manns koma frá Árbæ í Reykjavík og um 10 frá Selfossi.

Munu iðkendur nýta hina náttúrulegu krefjandi æfingaaðstöðu sem landslagið í Vestmannaeyjum býður upp á. Þjálfarar eru þrír; Þórsteina Sigurbjörnsdóttir með Eyjahóp, Eygló Egilsdóttir með hóp frá Árbæ og Ásta Björk Pálsdóttir með hóp frá Selfossi.

Æfingin fer fram á Skansinum þann 9. Maí kl 11:30 og stendur yfir í tæpa klukkustund.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.