Áskorun frá Horfum til framtíðar, áhugahóps um bættar samgöngur við Vestmannaeyjar:

STOP, það er verið á rangri leið

7.Maí'15 | 11:22

Við undirritaðir skorum á Innanríkisráðherra, þingmenn suðurlands og bæjarstjórn Vestmannaeyja að fara að hlusta og taka mark á varnaðarorðum reyndra skipstjórnarmanna.

Um síðustu helgi var reynslumesti skipstjóri Herjólfs í viðtali við Morgunblaðið um samgöngumál Eyjamanna á sjó. Þar gefur hann stefnu stjórnvalda í þessum málum ekki háa einkunn. Eins hefur eigandi og skipstjóri Víkings tjáð sig opinberlega í fréttatíma sjónvarpsins RÚV og er það á sömu lund, báðir segja þeir að það þurfi að gera miklar úrbætur á aðkomunni að Landeyjahöfn. Í sama streng taka skipstjórar á dýpkunarskipum Björgunar og á Lóðsbát Vestmannaeyjahafnar. Er ekki kominn tími til að hlusta á þessa menn?

Samheldni Eyjamanna

Frá því að fyrstu vandræða varð vart í Landeyjahöfn árið 2010 hefur fátt staðist sem sérfræðingar Vegagerðarinnar hafa látið frá sér fara varðandi höfnina. Tómlæti ráðamanna hefur frá upphafi verið með ólíkindum og skella þeir skollaeyrum við athugasemdum sérfræðinga sem hafa áratuga reynslu í siglingum á sjó en ekki í tölvulíkönum. Vestmannaeyingum hefur verið legið það á hálsi að hafa ekki talað einum rómi um hvar vilji þeirra í málinu liggur, en í skoðanakönnun sem MMR framkvæmdi fyrir vefmiðilinn Eyjar.net í vetur kemur samheldni Eyjamanna berlega í ljós, og er það skoðun okkar sem undir þetta bréf skrifum að ráðamenn eiga að hafa það að leiðarljósi.

 

Traust bæjarbúa lítið

Í könnun MMR kemur berlega í ljós að trú bæjarbúa á Innanríkisráðuneytinu og Vegagerðinni er ekki mikið. Vestmannaeyingar eru orðnir langþreyttir á biðlistum og löngum siglingum í Þorlákshöfn þegar nýja höfnin er í nokkurra mínútna fjarlægð. Ferðaþjónustunni blæðir vegna þeirra skelfilegu mistaka sem opinber stofnun hefur orðið uppvís að.

 

Leitað verði til hlutlausra sérfræðinga

Það er ósk okkar að ráðamenn þessarar þjóðar fari að hlusta á raddir Eyjamanna sjálfra og hætti að taka mark á fólki sem löngu er búið að sanna getuleysi sitt í þessu máli. Hönnun Landeyjahafnar er langt frá því að vera lokið og ósk okkar er sú að leitað verði hið snarasta til hlutlausra erlendra sérfræðinga sem hafa þekkingu og reynslu á málum sem þessum og geta tekið verkið út og komið með tillögu að raunhæfum lausnum.

 

Áfram biðlistar?

Biðlistar hverfa ekki með tilkomu ferju sem samkvæmt útreikningum Vegagerðarinnar sjálfrar verður sprungin strax þegar hún verður tekin í notkun. Lausnin er ekki sú að fjölga ferðum, enda eru Vestmannaeyingar ekkert öðruvísi en aðrir Íslendingar, þeir vilja geta ferðast þegar þeim hentar og það sama á við um þá ferðamenn sem hingað vilja koma. Eina lausnin er stærri ferja.

 

Með ósk um að vilji Vestmannaeyinga um bættar samgöngur verði virtur.

 

F.h. Horfum til framtíðar

 

Óskar Elías Óskarsson

Rúnar Bogason

Kristján G. Eggertsson

Halldór Bjarnason

Alfreð Alfreðsson

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).