Ragnar Óskarsson skrifar:

Stétt með stétt?

7.Maí'15 | 12:38

Hinn 1. maí gerði blaðið Fylkir slagorð Sjálfstæðisflokksins „Stétt með stétt“ að umfjöllunarefni.  Slagorðin eiga  að sýna hve vel fara saman hagsmunir almennra launamanna og hagsmunir eignastéttarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn  sé síðan aflið sem heldur þessu öllu í jafnvægi, þar sem allrar sanngirni er gætt án stétta og stöðu. 

Auðvitað eru þessi slagorð Sjálfstæðisflokksins jafn innantóm nú sem fyrr því flokkurinn hefur aldrei í sögu sinni gætt hagsmuna almennings. Hann hefur alla sína tíð gengið erinda sérhagsmuna,   þeirra sem mest eiga og auðugastir eru í samfélaginu. Það sem nú er að gerast í íslensku samfélagi undirstrikar þetta með mjög augljósum hætti.

         Við skulum líta á nokkur dæmi:

  • Efnahagshrunið mikla 2008 varð í beinu framhaldi af frjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins og því á hans ábyrgð. Hrunið bitnaði verst og harðast á almenningi í landinu.
  • Núverandi ríkisstjórn á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins hefur séð til þess að auðmenn hafa notið skattaívilnana og þurfa ekki lengur að greiða auðlegðarskatt.
  • Á sama tíma og auðmönnum er hyglað með skattaívilnunum er matarskattur hækkaður. Sú skattahækkun bitnar fyrst og fremst illa á almennu launafólki.
  • Komugjöld vegna heilsugæslu hafa verið hækkuð. Það bitnar fyrst og fremst á almenningi og þá helst þeim sem lægst hafa launin.
  • Auðmenn og eigendur fyrirtækja sem flestir eru máttarstólpar Sjálfstæðisflokksins greiða sér margföld laun almenns launamanns og taka  sér að auki himinháan arð út úr fyrirtækjum sínum sem mjög gjarna hafa fengið frjálsan einkaaðgang að sameigilegum auðlindum  þjóðarinnar.
  • Eignir þjóðarinnar allrar eru seldar útvöldum gæðingum á smánarverði. Skemmst er að minnast þegar „Borgun“ var seld frá banka þjóðarinnar til valinna gæðinga.
  • Nú hyggst Sjálfstæðisflokkurinn nánast gefa gæðingum sínum makrílinn sem sannarlega er sameign þjóðarinnar. Þar er hag almennings alls ekki gætt.
  • Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið að takmarka aðgang þeirra sem orðnir eru 25 ára og eldri til framhaldsnáms. Þetta kemur fyrst og fremst niður á almenningi í landinu.
  • Nú vill Bjarni Benediktsson ólmur láta taka upp sérstakar bónusgreiðslur til þeirra sem hæstu launin hafa innan fjármálakerfisins.  Almennir starfsmenn þar á bæ eiga þar ekkert að fá.

Hér að framan hef ég af handahófi nefnt nokkur dæmi sem sýna hve innantóm og röng slagorð Sjálfstæðisflokksins „Stétt með stétt“ eru. Þau eru auk þess móðgun við allt það fólk sem er að berjast fyrir bættum lífskjörum en fylgir samt Sjálfstæðisflokknum.

                       Ragnar Óskarsson  

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.