Bubbi og Dimma á Þjóðhátíð

7.Maí'15 | 06:34

Hljómsveitin Dimma kemur fram ásamt söngvaranum Bubba Morthens á Þjóðhátíð í Eyjum í ár. Bubbi er öllum hnútum kunnugur á Þjóðhátíð enda haldið uppi stemningunni í dalnum margsinnis en þetta er í fyrsta skipti sem Dimmu-menn troða upp á Þjóðhátíð.

 "Við höfum ekki spilað á Þjóðhátíð áður og það verður geðveikt að gera það með Bubba. Maður sá það ekki fyrir," segir Birgir Jónsson, trommuleikari hljómsveitarinnar, sem raunar telur að enginn af hljómsveitarmeðlimum hafi haldið til Vestmannaeyja yfir verslunarmannahelgina áður.

Hann segir þá félaga mjög spennta fyrir að troða upp í dalnum en hljómsveitin kemur fram ásamt Bubba á föstudagskvöldinu. "Þetta verður ekkert kósí stemning í dalnum heldur verður öllum hent þarna út á ballarhaf," segir hann hress.

Hljómsveitin hefur leikið með Bubba um nokkurra mánaða skeið og segir Birgir þá ánægða með móttökurnar á samstarfinu en hápunktur ársins verði í dalnum í ágúst.

Auk Bubba og Dimmu verða Páll Óskar, Sálin hans Jóns míns, Júníus Meyvant, AmabAdamA, FM Belfast, Maus, Sóldögg, Land og synir og FM95Blö á Þjóðhátíð í ár.

 

Fréttablaðið greindi frá.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.