Tveggja sólahringa verkfall skollið á

6.Maí'15 | 07:41

Á miðnætti hófst tveggja sólahringa verkfall hjá fjölmörgum stéttarfélögum um land allt. Meðal þess sem stöðvast er öll fiskvinnsla auk þess sem ekki verður borinn út póstur í hús, svo fátt eitt sé nefnt. Verkalýðsfélagið Drífandi er meðal þeirra félaga sem nú eru í verkfalli.

Drífandi sendi frá sér eftirfarandi ályktun í gær:

Samninganefnd Drífanda stéttarfélags lýsir furðu sinni á því tilboði er kom frá samtökum atvinnulífsins þann 4. maí s.l. Samkvæmt því hækka laun fiskverkafólks í Vestmannaeyjum aðeins um 6,25% á þremur árum á sama tíma og mesta gósentíð Íslandssögunnar stendur yfir í útgerð og fiskvinnslu.

Það má vel vera að taxtar verkafólks séu aðhlátursefni hjá Samtökum atvinnulífsins og samtökunum finnist því við hæfi að gera grín að fólki með því að bjóða því smánarlega launahækkun. En verkafólki í Eyjum er ekki hlátur í huga er það sér svona tilboð sem er lagt fram rétt fyrir boðað verkfall.

Samninganefnd Drífanda skorar á samninganefnd SA að sýna verkafólki virðingu og snúa sér af alvöru að því að semja um laun sem nægja fyrir framfærslu og eru fyrirtækjum til sóma.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.