Eim­skip kaup­ir Sæ­ferðir

4.Maí'15 | 17:16

Eim­skip hef­ur gengið frá kaup­um á öllu hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins Sæ­ferða ehf. í Stykk­is­hólmi. Rekst­ur Sæ­ferða er í sjótengdri ferðaþjón­ustu þar sem fé­lagið rek­ur skip­in Bald­ur og Sæ­rúnu á Breiðafirði.

Í til­kynn­ingu seg­ir að með kaup­un­um sé Eim­skip að stíga ákveðin skref í að styrkja starf­semi sína í sjótengdri ferðaþjón­ustu, en fé­lagið hef­ur á und­an­förn­um árum rekið ferj­una Herjólf á tíma­bundn­um samn­ingi fyr­ir Vega­gerðina sem þjón­ar sam­göng­um og ferðaþjón­ustu milli lands og Vest­manna­eyja.

Á ár­inu 2014 fjár­festu Sæ­ferðir í nýrri og stærri ferju sem tek­ur fleiri farþega og bíla og eyk­ur mögu­leika fyr­ir­tæk­is­ins til frek­ari vaxt­ar. Heild­ar­velta fyr­ir­tæk­is­ins á ár­inu 2014 nam 560 millj­ón­um króna sem sam­svar­ar 3,6 millj­ón­um evra.

Kaup­in á fyr­ir­tæk­inu eru háð samþykki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins og eru gerð með þeim fyr­ir­vara að þau verði samþykkt.

Sátt­ir við söl­una

„Ég er mjög sátt­ur við að hafa náð samn­ing­um við eig­end­ur Sæ­ferða um kaup á fyr­ir­tæk­inu, enda um mjög spenn­andi fyr­ir­tæki að ræða með mikla framtíðarmögu­leika er snúa að ferðaþjón­ustu og sam­göng­um á vest­an­verðu land­inu. Eim­skip mun leggja mik­inn metnað í að halda áfram á þeirri braut að efla bæði þjón­ustu við íbúa svæðis­ins og ferðaþjón­ustu í góðu sam­ráði við heima­menn og halda áfram að veita viðskipta­vin­um fé­lags­ins framúrsk­ar­andi þjón­ustu,“ er haft eft­ir Gylfa Sig­fús­syni, for­stjóra Eim­skips.

„Við erum mjög sátt við sölu á fyr­ir­tæk­inu til Eim­skips. Sæ­ferðir munu án nokk­urs vafa halda áfram að vaxa og dafna í hönd­um nýrra eig­enda, enda hafa fyr­ir­tæk­in á að skipa öfl­ug­um hópi starfs­manna,“ er haft eft­ir Páli Kr. Páls­syni, stjórn­ar­for­manni Sæ­ferða ehf.

 

Mbl.is greindi frá.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.