Georg Arnarson skrifar:

Húrra fyrir hetjum Landeyjahafnar

3.Maí'15 | 21:58

Fyrst aðeins að grein minni í 1. maí blaði Eyjalistans.

Þar m.a. kemur fram að sé horft til næstu 30 ára með Landeyjahöfn eins og hún er í dag, þá muni hún að öllum líkindum vera búin að kosta ríkið 50-60 milljarða og samt með sömu og/eða svipuð vandamál og í dag.

Varanleg lausn hins vegar á samgöngum okkar eyjamanna myndi hins vegar ekki kosta okkur nema liðlega 30 milljarða, og því til viðbótar má bæta við, að augljóslega mundi sparast miklir fjármunir í framtíðinni með því að geta tekið og endurnýjar allar lagnir milli lands og eyja í gegnum göng. 

Ég las grein fyrir nokkru, skrifaða af dæmigerðum landkrabba hér í eyjum, þar sem hann gerði frekar lítið úr vinnu þeirra sem unnið hafa að undanförnu við að dýpka í Landeyjahöfn og tók eftir því að um svipað leyti kom fram tilkynning um að það væri ætlunin að reyna að fá öflugri dæluskip, til þess að vinna verkið hraðar og betur, en frétti ég síðan af því, að haft var samband við erlenda fyrirtækið sem að, á sínum tíma, bauð á móti Björgun í útboði varðandi sanddælingu úr Landeyjahöfn.

Svörin vöktu sérstaka athygli mína, því að í svari hins erlenda fyrirtækis kom fram, að það fyrirtæki hefði engan áhuga að koma frekar að þessari sanddælingu í Landeyjahöfn, vegna þess að þar væri verið að vinna við aðstæður, sem væru ekki bara fáránlegar heldur líka hættulegar, því að það væri einfaldlega þannig að sanddælingar með sanddæluskipum, væru fyrst og fremst unnar við aðstæðum þar sem boðið væri upp á ládauðann sjó og það að bjóða mönnum upp á að vinna upp í 2-3 metra ölduhæð, væri algjörlega galið og ekki bjóðandi upp á.

Þannig að um leið og ég fagna því, eins og allir eyjamenn, að Landeyjahöfn sé loksins opnuð og að veðurspá næstu vikuna sé afar hagstæð, þá er ágætt að vita það hér með að þær aðstæður sem við búum núna við í Landeyjahöfn er eitthvað sem við munum þurfa að búa við, að óbreyttu, í framtíðinni. Ég ætla því að enda þetta með því að segja:

HÚRRA FYRIR HETJUM LANDEYJAHAFNAR

eða þ.e.a.s. áhöfnunum á sanddæluskipunum, sem vinna á skipum sem eru löngu komin á tíma og við aðstæður, sem að samkv. því sem hér kemur fram, engir aðrir myndu láta bjóða sér upp á.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.