Fyrsta sigl­ing­in gekk vel

2.Maí'15 | 10:54

Vest­manna­eyja­ferj­an Herjólf­ur sigldi í Land­eyja­höfn síðdeg­is í gær, það er fyrstu ferðina síðan í nóv­em­ber­lok í fyrra. Á síðustu dög­um hafa dælu­skip verið notuð til að fjar­lægja sand frá höfn­inni svo þar er nú orðið fært inn á flóði.

„Sundið milli lands og Eyja var speg­il­slétt og sigl­ing­in gekk vel. Minnsta dýpi und­ir skipið í Land­eyja­höfn var 2,5 metr­ar og það er feikinóg. Þó á eft­ir að dæla tals­vert miklu af sandi enn, svo skipið kom­ist líka inn á fjöru“ seg­ir Stein­ar Magnús­son, skip­stjóri á Herjólfi, í sam­tali í Morg­un­blaðinu í dag.

Mik­il gleði var á meðal Eyja­manna í gær þegar Eim­skip til­kynnti að Herjólf­ur myndi sigla sína fyrstu ferð til Land­eyja­hafn­ar síðdeg­is. Gunn­laug­ur Grett­is­son, rekstr­ar­stjóri Herjólfs, seg­ir aðstæður hafa verið eins og best verður á kosið, fyr­ir utan dýpið, en Herjólf­ur sigldi inn á flóði í gær. Björg­un ehf. vinn­ur áfram að dýpk­un hafn­ar­inn­ar og seg­ir hann að fyrst um sinn taki áætl­un­ar­ferðir Herjólfs mið af sjáv­ar­föll­um.

 

Mbl.is greinir frá.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.