Elliði Vignisson skrifar:

Stétt með stétt

1.Maí'15 | 20:26

Á Íslandi varð hrun.  Nánast eins og hendi væri veifað féll bankakerfið og eignir landsmanna gufuðu upp.  Beinn kostnaður þjóðarinnar var um 748 milljarðar.  Það er um 10 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu.

 Ef aukning í skuldum hins opinbera eru teknar með þá verður kostnaður íslenskra skattgreiðenda um 1224 milljarðar, eða um 15,5 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu.  Í kjölfarið tók við almenn kjaraskerðing.  Engar aðrar leiðir voru í stöðunni.

 
Heimilin öxluðu ábyrgð, stjórnvöld ekki
Hin íslenska þjóð er ýmsu vön.  Hún bjó nú að því að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil og sterkar útflutningsgreinar.  Heimilin öxluðu þá ábyrgð sem á þau voru flutt.  Óháð efnahag drógu íslensk heimili saman seglin.  Þau hagræddu, greiddu niður skuldir sínar og gerðu hvað þau gátu til að afla tekna.  Foreldrarnir unnu meira og börnin sættu sig við samdráttinn.  Sultarólin var hert.  Allir öxluðu ábyrgð.
Stjórnvöld stóðu því miður illa að verki á árunum eftir hrun.  Gerðar voru yfir 100 breytingar á skattalöggjöfinni sem flestar miðuðu af því að koma í veg fyrir nauðsynlegan samdrátt í ofvöxnu ríkisbákni.  Milljörðum af skattfé var varið í að þenja út ríkisbáknið.  Í stað þess að sameina kjörna fulltrúa í þeim eina tilgangi að vinna þjóðina út úr kreppunni var ráðist í að kljúfa samfélagið.  Sótt var um aðild að Evrópusambandinu gegn vilja þings og þjóðar, keyra átti nýja stjórnarskrá ofan í kokið á Íslendingum þrátt fyrir dóm um ógilda þjóðaratkvæðagreiðslu, semja átti um mannskaða skuldaklafa vegna Icesave, rammaáætlun sett í pólitískan feril og lengi má áfram telja.  Kynjuð hagstjórn hvað þá annað.
 
 
Heitara undir kötlunum
Íslenska þjóðin kvað upp dóm sinn.  Ekki bara beið vinstri stjórn Samfylkingar og VG afhroð í kosningum heldur hefur fylgi þeirra verið í fjálsu falli allt síðan.  Við tók hægri sjórn Famsóknar og Sjálfstæðisflokks.  Ekki verður fram hjá því horft að  hagstjórnin hefur horft til betri vegar.  Atvinnuleysi er nú hverfandi, fjármál ríkins standa betur, hagvöxtur vex, hagur fyrirtækja hefur vænkast.  Það er meira til skiptanna.  Það er heitara undir feitum bitum kjötkatlanna.
 
Yfirstjórnendur hafa burgðist
Það er til skammar fyrir yfirstjórnendur í íslensku samfélagi -hvort sem er í opinberageranum eða einkageiranum- að ráðast að kötlunum við þessar aðstæður. Yfirstjórnendur, sem ólíkt almenningi geta skammtað sér sjálfir laun, skenkja nú blygðunarlaust flotinu á sína eigin diska.  Stjórnarmenn stórfyrirtækja taka sér yfir 30% hækkun á sama tíma og lægst launaða starfsfólkinu er gert að sætta sig við boð upp á 3%.  Fyrrverandi heilbrigðisráðherra hækkaði laun forsstjóra Landspítalans á meðan fólk um allt land mátti sætta sig við skerðingu á heilbrigðisþjónustu. Ríkið samdi við lækna sem eru hálaunastétt um fáheyrða hækkun.  Forstjórar sem aka um á bílum fyrirtækja, með síma þeirra í vasanum og fyrirtækjakretidkortið í veskinu, taka sér laun upp á margföld meðallaun.  Á meðan er verðbólgusverðinu veifað yfir höfði almennings.  Hækkun  á launum þeirra sögð jafngilda verðbólgu.
 
Skammist ykkar
Við slíkar aðstæður hafa mæður þessa lands notað orðin „skammist ykkar“.  Sennilega er það borin von að þeir sem þess þurfa helst geri það.  Þeir skammst sín ekki.  Við það verður ekki ráðið.  Það er hinsvegar alveg ljóst að eitt af grunnstefum Sjálfstæðisflokksins er fólgið í þremur orðum: „Stétt með stétt“.  Í því er fólgin skuldbinding um að staðinn skuli vörður um rétt allra stétta samfélagsins.  Staðin vörður um rétt einstaklinga til að skara framúr.  Staðin vörður um rétt fyrirtækja til arðsams reksturs. Staðinn vörður um rétt einstaklingsins til jafns við rétt fyrirtækja.  Svo vísað sé í orð Ólafs Thors: Á meðan hagsmunir fyrirtækja fara saman með hagsmunum þjóðarinnar þá slær hjarta Sjálfstæðisflokksins með fyrirtækjum.  Rofni þessi tengsl þá slær hjarta Sjálfstæðisflokksins með þjóðinni".
 
 
Skýr og tær tónn
Við Íslendingar  vitum að í aðstæðum sem nú þörf á sterkum beinum.  Við vitum að ef neysla fer umfram þá aukningu sem er í verðmætasköpun þá brennur krónutöluhækkunin á verðbólgubáli.  Við vitum líka að það er ólíðandi að gera launþega eina ábyrga fyrir stöðugleikanum.  Ábyrgðin liggur jafnvel ennfrekar hjá yfirstjórnendum.  Það er ekki síður þeirra hlutverk að viðhalda stöðugleika og ganga fram af fordæmi. Í þessum aðstæðum er það hlutverk Sjálfstæðisflokksins, nú sem fyrr, að standa vörð um þann skýra og tæra tón sem í áratugi hefur hljómað meðal Sjálfstæðismanna um allt land í orðunum: „Stétt með stétt“.
 
 
Ellidi.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).