Tekjutap vegna ákvörðunar Rússa

30.Apríl'15 | 10:38

Nokkrum íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum hefur verið hótað að innflutningsbönn á vörur þeirra til Tollabandalags Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstans verði ekki afnumin nema þau samþykki að selja eingöngu til ákveðinna fyrirtækja sem fullyrða að þau geti liðkað fyrir innflutningi hjá Matvælastofnun Rússlands.

Samkvæmt heimildum DV er um fimm rússnesk fyrirtæki að ræða sem hafa komið sér saman um að koma á þvinguðu viðskiptasambandi við íslensku útflytjendurna. Heimildir herma einnig að verðmiðar hafi verið settir á innflutningsleyfi íslenskra kjötframleiðenda og fiskvinnslufyrirtækja sem voru einnig sett í tímabundið innflutningsbann fyrir um tíu vikum síðan. Miklir viðskiptahagsmunir eru í húfi enda löndin þrjú mikilvægir markaðir fyrir ákveðnar sjávarafurðir og kjöt.

Kostnaðarsamar tafir

Dæmi eru um að ákvörðun rússnesku matvælastofnunarinnar hafi þegar valdið fyrirtækjum tekjutapi en efnahagsástandið þar í landi hefur einnig dregið úr eftirspurn. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, segir fyrirtækið eiga talsvert af uppsjávarafurðum, þar á meðal makríl, sem hafi verið eyrnamerktar Rússlandsmarkaði.

Við framleiddum engar frystar afurðir inn á Rússlandsmarkað út af þessu heldur bræddum afurðir eins og loðnu og fengum þar með lægri verð,“ segir Sigurgeir og svarar aðspurður að erfitt sé að áætla hversu mikið innflutningsbannið hefur kostað fyrirtækið.

Síðast þegar var lokað á okkur, fyrir einhverjum árum síðan, var okkur tjáð að við gætum liðkað fyrir því innflutningsbanni með peningagreiðslum. Við neituðum og höfum aldrei greitt fyrir slíkt og það leystist á endanum. Íslensk stjórnvöld hafa unnið mikið í þessu með okkur og það verður að segjast eins og er að ég get gefið sendiráðinu í Moskvu og íslensku utanríkisþjónustunni hæstu einkunn fyrir dugnað og aðstoð,“ segir Sigurgeir.

 

Nánar er fjallað um málið í DV í dag.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Óska eftir leiguhúsnæði

10.Ágúst'19

Óska eftir að taka á leigu húsnæði fyrir minni útgerð, lágmarksstærð ca. 20 fm. Kaup koma líka til greina, skoða allt. Upplýsingar s: 869 3499, Georg

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.