Eyjalistinn:

Enn frekari breytingar í farvatninu

30.Apríl'15 | 07:05
eyjalistinn2014_hopmynd_8efstu

Þau skipuðu 8 efstu sætin fyrir síðustu kosningar

Líkt og greint var frá í september sl. ákvað Jórunn Einarsdóttir, oddviti Eyjalistans að hætta sem bæjarfulltrúi. Ef marka má heimildir Eyjar.net má reikna með frekari breytingum á fulltrúum minnihlutans á komandi vikum.

Jóhanna Ýr Jónsdóttir kom ný inn í bæjarstjórn eftir að Jórunn kvaddi nú í mars og Stefán Óskar Jónasson tók við sem oddviti. Nú hins vegar hyggst Jóhanna Ýr flytjast búferlum frá Eyjum og því ljóst að enn verða breytingar í ranni Eyjalistans á þessu tæpa ári sem liðið er frá kosningum. Jóhanna Ýr hefur einnig setið í umhverfis- og skipulgsráði.

Þá er Gunnar Þór Guðbjörnsson sem skipaði fjórða sætið á listanum einnig á förum frá Eyjum og hyggst hann flytja erlendis ásamt fjölskyldu. Hann hefur setið í fræðsluráði fyrir E-listann.

Það lítur því út fyrir að Auður Ósk Vilhjálmsdóttir sem skipaði 5 sætið á listanum muni taka sæti í bæjarstjórn Vestmannaeyja.

Eyjalistinn sem áður hét Vestmannaeyjalistinn fékk 599 atkvæði í síðustu kosningum sem skilaði 2 bæjarfulltrúum.


Hér má sjá hverjir skipuðu átta efstu sætin í síðustu kosningum:

1 Jórunn Einarsdóttir Áshamri 56 Grunnskólakennari
2 Stefán Óskar Jónasson Illugagötu 52a Verkstjóri
3 Jóhanna Ýr Jónsdóttir Vestmannabraut 52 Sagnfræðingur
4 Gunnar Þór Guðbjörnsson Höfðavegi 23 Tæknimaður
5 Auður Ósk Vilhjálmsdóttir Hrauntúni 11 Rekstraraðili
6 Georg Eiður Arnarson Kirkjuvegi 57 Sjómaður
7 Sonja Andrésdóttir Brimhólabraut 22a Matráður
8 Guðjón Örn Sigtryggsson Kirkjuvegi 15 Bifreiðastjóri

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).