Eyjalistinn:

Enn frekari breytingar í farvatninu

30.Apríl'15 | 07:05
eyjalistinn2014_hopmynd_8efstu

Þau skipuðu 8 efstu sætin fyrir síðustu kosningar

Líkt og greint var frá í september sl. ákvað Jórunn Einarsdóttir, oddviti Eyjalistans að hætta sem bæjarfulltrúi. Ef marka má heimildir Eyjar.net má reikna með frekari breytingum á fulltrúum minnihlutans á komandi vikum.

Jóhanna Ýr Jónsdóttir kom ný inn í bæjarstjórn eftir að Jórunn kvaddi nú í mars og Stefán Óskar Jónasson tók við sem oddviti. Nú hins vegar hyggst Jóhanna Ýr flytjast búferlum frá Eyjum og því ljóst að enn verða breytingar í ranni Eyjalistans á þessu tæpa ári sem liðið er frá kosningum. Jóhanna Ýr hefur einnig setið í umhverfis- og skipulgsráði.

Þá er Gunnar Þór Guðbjörnsson sem skipaði fjórða sætið á listanum einnig á förum frá Eyjum og hyggst hann flytja erlendis ásamt fjölskyldu. Hann hefur setið í fræðsluráði fyrir E-listann.

Það lítur því út fyrir að Auður Ósk Vilhjálmsdóttir sem skipaði 5 sætið á listanum muni taka sæti í bæjarstjórn Vestmannaeyja.

Eyjalistinn sem áður hét Vestmannaeyjalistinn fékk 599 atkvæði í síðustu kosningum sem skilaði 2 bæjarfulltrúum.


Hér má sjá hverjir skipuðu átta efstu sætin í síðustu kosningum:

1 Jórunn Einarsdóttir Áshamri 56 Grunnskólakennari
2 Stefán Óskar Jónasson Illugagötu 52a Verkstjóri
3 Jóhanna Ýr Jónsdóttir Vestmannabraut 52 Sagnfræðingur
4 Gunnar Þór Guðbjörnsson Höfðavegi 23 Tæknimaður
5 Auður Ósk Vilhjálmsdóttir Hrauntúni 11 Rekstraraðili
6 Georg Eiður Arnarson Kirkjuvegi 57 Sjómaður
7 Sonja Andrésdóttir Brimhólabraut 22a Matráður
8 Guðjón Örn Sigtryggsson Kirkjuvegi 15 Bifreiðastjóri

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.