Unnur Brá: „Ég er stolt af því“

29.Apríl'15 | 16:25

„Ég er ein af þeim sem ber ábyrgð á þeirri fram­kvæmd. Ég er stolt af því. Ég sat í þeim stýri­hópi sem tók ákvörðun um það með hvaða hætti yrði farið í þessa höfn. Verk­inu er ekki lokið. Það var tvíþætt. Ann­ars veg­ar að smíða höfn­ina og hins veg­ar skip sem ætti við.

Nú­ver­andi Herjólf­ur er ekki ætlaður fyr­ir þessa höfn. Það hef­ur legið fyr­ir frá upp­hafi. Við þurf­um að klára verkið og að því er unnið í inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu.“

Þetta sagði Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, á Alþingi í dag um mál­efni Land­eyja­hafn­ar en um­mæl­in komi í kjöl­far þess að sam­flokksmaður henn­ar Ásmund­ur Friðriks­son gerði málið að um­tals­efni sínu og velti fyr­ir sér hver bæri ábyrgð á því að höfn­in hafi verið lokuð í sex mánuði „með ómæld­um óþæg­ing­um fyr­ir Eyja­menn og stórskaðað ferðaþjón­ust­una og at­vinnu­lífið í Eyj­um.“

Ásmund­ur sagðist hafa beint því til inn­an­rík­is­ráðherra að gerð yrði óháð út­tekt á því hvernig for­send­ur fyr­ir Lands­eyja­hafn­ar hafi staðist. „Hvort lík­ur séu á að Land­eyja­höfn stand­ist vænt­ing­ar sem til hafn­ar­inn­ar voru gerðar.

 

Mbl.is greindi frá. Nánar má lesa um málið hér.

Grein Ásmundar og Geir Jóns um málið.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.