Bæjarráð um Heilbrigðisyfirvöld:

Sniðganga faglega niðurstöðu

29.Apríl'15 | 16:06

Á fund bæjarráðs í gær komu Herdís Gunnarsdóttir forstöðumaður Heilbrigðisstofnunar Suðurlands ásamt Önnu Maríu Snorradóttur og Eydísi Ósk Sigurðardóttur sem sitja í framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

Farið var yfir stöðu heilbrigðismála í Vestmannaeyjum á fundinum. Í máli þeirra kom fram að rekstur stofnunarinnar í Vestmannaeyjum gangi nú betur. Vel hefur tekist að takast á við fjárhagslega stöðu og horft til áframhaldandi uppbyggingar á heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð ítrekaði á fundi sínum þá ófrávíkjanlegu kröfu að eigi síðar en 2016 verði hafin innleiðing á tillögum þess faghóps sem ráðherra skipaði um heilgbrigðismál 2013.Þar komst hópurinn sem ma. var skipaður yfirlækni LSH og yfirljósmóður LSH að svohljóðandi niðurstöðu:

„Niðurstaða hópsins er að nauðsynlegt sé að vegna landfræðilegra aðstæðna að halda uppi færni og þekkingu í fæðingarhjálp í Vestmannaeyjum. Miðað við núverandi sjúkraflutninga verði Vestmannaeyjar C1 fæðingarstaður með bráðaðaðgangi að skurðstofu með svæfingarlækni og skurðlækni allan sólarhringinn.“

Bæjarráð lýsir yfir furðu og undrun með það að Heilbrigðisyfirvöld geti með geðþóttaákvörðun tekið ákvörðun um að sniðganga faglega niðurstöðu stýrihóps skipaðan af þessum sömu yfirvöldum.

Á fundinum var einnig rætt um stöðu öldrunarmála og lýstu aðilar yfir miklum áhuga á samvinnu um áframhaldandi uppbyggingu þeirrar mikilvægu þjónustu, segir í bókun bæjarráðs.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.