Bæjarráð um Heilbrigðisyfirvöld:

Sniðganga faglega niðurstöðu

29.Apríl'15 | 16:06

Á fund bæjarráðs í gær komu Herdís Gunnarsdóttir forstöðumaður Heilbrigðisstofnunar Suðurlands ásamt Önnu Maríu Snorradóttur og Eydísi Ósk Sigurðardóttur sem sitja í framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

Farið var yfir stöðu heilbrigðismála í Vestmannaeyjum á fundinum. Í máli þeirra kom fram að rekstur stofnunarinnar í Vestmannaeyjum gangi nú betur. Vel hefur tekist að takast á við fjárhagslega stöðu og horft til áframhaldandi uppbyggingar á heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð ítrekaði á fundi sínum þá ófrávíkjanlegu kröfu að eigi síðar en 2016 verði hafin innleiðing á tillögum þess faghóps sem ráðherra skipaði um heilgbrigðismál 2013.Þar komst hópurinn sem ma. var skipaður yfirlækni LSH og yfirljósmóður LSH að svohljóðandi niðurstöðu:

„Niðurstaða hópsins er að nauðsynlegt sé að vegna landfræðilegra aðstæðna að halda uppi færni og þekkingu í fæðingarhjálp í Vestmannaeyjum. Miðað við núverandi sjúkraflutninga verði Vestmannaeyjar C1 fæðingarstaður með bráðaðaðgangi að skurðstofu með svæfingarlækni og skurðlækni allan sólarhringinn.“

Bæjarráð lýsir yfir furðu og undrun með það að Heilbrigðisyfirvöld geti með geðþóttaákvörðun tekið ákvörðun um að sniðganga faglega niðurstöðu stýrihóps skipaðan af þessum sömu yfirvöldum.

Á fundinum var einnig rætt um stöðu öldrunarmála og lýstu aðilar yfir miklum áhuga á samvinnu um áframhaldandi uppbyggingu þeirrar mikilvægu þjónustu, segir í bókun bæjarráðs.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.