Höfnin fyrir 60 árum

29.Apríl'15 | 06:10
eyjar_1954_ljosmyndasafn_islands

Mynd: Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Eiríkur Jónsson, bloggari birti þessa skemmtilegu mynd inná heimasíðu sinni. Myndina tók þýsk kona, Helga Fietz árið 1954. Morgunblaðið birti myndina með frétt miðvikudaginn 30. júní sama ár með eftirfarandi texta:

 

Þýzkur kvenljósmyndari ætlar kynna Ísland í Sviss og Þýzkalandi

Fyrir nokkru kom hingað til lands frá Þýzkalandi þýzkur kvenljósmyndari, frú Helga Fietz að nafni ásamt ungri fallegri dóttur sinni og njóta þær fyrirgreiðslu Ferðaskrifstofu ríkisins.  Frú Fietz hefir mjög mikla reynslu og þekkingu á sviði ljósmyndunar og ljósmyndagerðar og rekur sína eigin stofu í bæ einum fyrir sunnan München. Í gærdag ræddi hún litla stund við blaðamenn, en frúin hefur hug á að gefa út litmyndasafn frá íslandi, sérstaka myndaseríu til afnota við landafræðikennslu í þýzkum skólum og í þriðja lagi hefur mánaðarrit sem „Du” heitir í Zúrich, ákveðið að helga Íslandi eitt hefti með litprentuðum myndum frúarinnar.

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.