Ásmundur Friðriksson og Geir Jón Þórisson skrifa:

Er hægt að mynda sátt um leiðir

29.Apríl'15 | 09:10

Það dylst engum sú vonbrigði sem Landeyjahöfn hefur valdið og staðan á samgöngum við Eyjar er orðin að meini í bæjarlífinu. Staða, sem er að ganga hart að ferðaþjónustunni í Eyjum og fyrirtækjum sem byggja rekstur sinn á öruggum samgöngum eins og fólkið sem þolir ekki lengur óvissuna.

Í vetur hefur keyrt um þverbak en nú eru að verða sex mánuðir frá því að Landeyjahöfn lokaði sem er lengri tími en svartsýnustu menn þorðu að spá og langt frá væntingum sem bornar eru til nýrrar ferju sem talið er að fari alla daga nema 4 í Landeyjarhöfn á ári.

Við ætlum ekki nú frekar en áður að gerast sérfræðingar í málefnum Landeyjahafnar eða kostum eða göllum nýrrar ferju. Um það verður deilt og er deilt út í það óendanlega og á meðan mun ekkert gerast í málunum. Ósættið er olía á þann eld að ekkert verði gert fyrr en Eyjamenn gangi í takt í því hvernig lausnin líti út. Við lögðum til í síðustu viku að reynt yrði að finna sátt sem unnið yrði eftir til að Eyjamenn upplifi ekki aftur 6 mánaða lokun Landeyjahafnar. Sáttin gæti falist í eftirfarandi punktum.

  1. Landeyjahöfn verði opnuð strax með öllum tiltækum ráðum. Nú er unnið að því.
  2. Innanríkisráðherra láti nú þegar gera úttekt á Landeyjahöfn, forsendum fyrir byggingu og nýtingu hafnarinnar. Hvort líkur séu á að Landeyjahöfn standist þær væntingar sem til hafnarinnar voru gerðar.
  3. Standist ekki þær forsendur sem gerðar voru, verði lagðar fram tillögur að lagfæringum á höfninni.
  4. Skorið verði úr um það hvort höfnin verði heilsárhöfn i framtíðinni eða ekki og þá hvað megi vænta að höfnin verði opin lengi á hverju ári.
  5. Niðurstaða þessara rannsókna liggi fyrir 1. ágúst 2015.

 

Það liggur fyrir að hönnun og fjármögnun á nýrri ferju er á lokametrunum og verður niðurstan kynnt fljótlega.

Við getum endalaust verið í skotgröfunum og kennt hverjir öðrum um, Vegagerðinni, þingmönnum eða öðrum kjörnum fulltrúum en munum ekki komast að niðurstöðu í því stríði sem hjálpar til við lausn málsins. Við verðum að gera vopnahlé, endurmeta stöðuna og finna þá bestu niðurstöðu fyrir samgöngur til Eyja sem völ er á. Það er eina niðurstaðan sem sátt getur ríkt um.

 

Ásmundur Friðriksson

Geir Jón Þórisson

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).