Fengu hleðslu og forhleðslu úr tundurdufli í veiðarfærin

24.Apríl'15 | 14:08

Líkt og við sögðum frá hér á Eyjar.net, þá fékk Maggý Ve torkennilegan hlut í veiðarfærin austur af Vestmannaeyjum á síðasta vetrardag. Haft var samband við sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar sem settu sig í samband við skipverja.

Eftir að hafa fengið nánari lýsingu á hlutnum ásamt myndum, var niðurstaðan sú að um hleðslu og forhleðslu úr tundurdufli væri að ræða.

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar fóru þá þegar til Vestmannaeyja með þyrlu Landhelgisgæslunnar til móts við skipið, til að vera tilbúnir að taka á móti því þegar komið væri að bryggju í Vestmannaeyjum. Með aðstoð lögreglu var duflið tekið frá borði og farið með það á afvikinn og öruggan stað og því eytt.

 

Frá þessu er greint á vef Gæslunnar. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is