Kaupa klósett fyrir tæpar 2 milljónir

20.Apríl'15 | 10:48

Framkvæmda- og hafnarráð samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að kaupa salernisaðstöðu fyrir 1,9 milljónir og bæta þannig aðstöðu þeirra erlendu ferðamanna sem koma með skemmtiferðaskipum. Í ár eru bókuð 39 skemmtiferðaskip til Vestmannaeyja og fjölgar þeim úr 20 frá sl. sumri

Mikil aukning hefur verið síðastliðin ár og ljóst að bæta þarf aðstöðu við móttöku, sérstaklega vegna tenderbáta af stærri skipum sem ekki komast inn í höfnina. Lögð fram tillaga að uppsetningu og staðsetningu á salernisaðstöðu og sölubásum sem jafnframt nýtist við önnur tækifæri. Einnig rætt um breytingu á staðsetningu flotbryggja til betri nýtingar og minni hættu á hagsmunaárekstrum.

Ráðið samþykkti að festa kaup á salernisaðstöðu að upphæð kr. 1899 þús. Aukning á tekjum vegna komu fleiri skemmtiferðaskipa kemur til móts við kostnaðinn sem af þessu hlýst. Ráðið telur þetta nauðsynlega aðgerð sem lið í bættri aðstöðu fyrir ferðamenn í Vestmannaeyjum, að því er fram kemur í bókun ráðsins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.