Georg Arnarson skrifar:
Gleðilegt sumar 2015
19.Apríl'15 | 12:55Lundinn settist upp í gærkvöldi 18. apríl, sem er 5 dögum fyrr heldur en í fyrra, en þar með er komið sumar hjá mér. Reyndar hefur verið töluvert af lunda í kring um Eyjar undanfarna daga, en ég hef ekki séð hann setjast upp fyrr en í gær.
Hvort það hafi einhverja þýðingu fyrir sumarið, að lundinn komi aðeins fyrr veit ég ekki, en það er mjög áhugavert að fylgjast með nýjustu spám um veðurfars breytingar á næstu árum og það að sjórinn sé töluvert kaldari sunnan við Eyjar en síðustu ár er vonandi ávísun á það að aðstæður fyrir lundann í Vestmannaeyjum fari nú að batna, en það verður tíminn einfaldlega að leiða í ljós.
Stærsta áhyggjuefnið varðandi lundann, sem og aðra fuglastofna við Eyjar þetta sumar, er sú ákvörðun Vestmannaeyjabæjar að semja við ríkið um að sett verði af stað svokölluð verndaráætlun fyrir fuglastofna í Vestmannaeyjum, en í því ráði eiga að vera 5 aðilar. Einn frá ríkinu, einn frá Náttúrustofu Íslands, einn frá Náttúrustofu suðurlands, einn frá Vestmannaeyjabæ og einn frá hagsmunaaðilum. Ég reikna með því að Erpur verði þarna fyrir NS og því augljóst að mínu mati, að Eyjamenn verða þarna í minnihluta og að mínu mati, þá mun það ekkert þýða fyrir landeigandann, Vestmannaeyjabæ, sem að sjálfsögðu hefur alltaf loka orðið að segja nei við tillögum meirihlutans í þessu ráði, vegna þess að fjármagnið á bak við þetta ráð kemur frá ríkinu, en mér segir svo hugur að allir þeir fjöl mörgu eyjamenn sem hafa í dag rétt á margs konar nytjum á fuglastofnunum við Eyjar muni nú ekki kyngja því þegjandi ef Erpur á að fara að stjórna því, hvað sé nýtt og hvað ekki.
En vonandi verður sumarið gott fyrir bæði menn og fugla.
Höfundur: Georg Eiður Arnarson
Georg Eiður Arnarson, fæddur 1964, af Skjaldbreiðarætt. Foreldrar Margrét H. Júlíusdóttir og Örn W. Randrup, giftur Matthildi Maríu Tórshamar, 4 börn, 1 hundur og 2 kettir, trillu útgerðarmaður.
Áhugamaður um allt sem tengist sjávarútvegi, náttúru og atvinnumálum. Missi helst ekki af heimaleik hjá ÍBV á sumrin og er aðeins farinn að fikta við sjóstangaveiði.
Virðing...........
3.Desember'19 | 21:58Lundasumarið 2019
25.September'19 | 20:48Gleðilegt nýtt ár sjómenn
31.Ágúst'19 | 23:10Sjómannadagurinn 2019
31.Maí'19 | 22:57Gleðilegt sumar
16.Apríl'19 | 21:47Áramót 18/19
29.Desember'18 | 21:34Jól 2018
25.Desember'18 | 15:09Uppgjörið 3 og vonandi síðasti hluti
9.Desember'18 | 16:25Uppgjörið annar hluti
2.Desember'18 | 22:11Uppgjörið, fyrri hluti
11.Nóvember'18 | 00:45
Bók Bjarna í Bónus
2.Desember'19Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá
15.Apríl'19Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.
Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey
27.Október'17Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%