Ráðuneytið gerir ekki athugasemdir

við niðurfellingu fasteignaskatta eldri borgara

18.Apríl'15 | 12:30

Í bæjarráði í vikunni var til umfjöllunar erindi frá Innanríkisráðuneytinu vegna athugasemdar við fundargerð bæjarráðs frá 13. febrúar 2012 þar sem samþykkt var að fella niður fasteignagjöld fyrir 70 ára og eldri.

Þar kemur fram að í ljósi nýrra reglna Vestmannaeyjabæjar um niðurfellingu fasteignaskatta á eldri borgara í Vestmannaeyjum sem samþykktar voru á fundi bæjarstjórnar þann 22. desember s.l. og breyta þannig fyrri reglum, telur ráðuneytið ekki tilefni til frekari umfjöllunar um málið og er henni því lokið.

Bæjarráð fagnar þessari ákvörðun Innanríkisráðuneytisins.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.