Sætir furðu að slæm staða sjóðsins hafi ekki komið upp árið 2011

17.Apríl'15 | 10:25

Þorbjörg Inga Jónsdóttir, fráfarandi stjórnarformaður Sparisjóðs Vestmannaeyja furðar sig á því að endurskoðunarfyrirtæki, sem hafi endurskoðað reikninga sjóðsins undanfarin ár, hafi skrifað upp á reikninga hans athugasemdalaust. Grant Thornton skrifaði upp á ársreikning sparisjóðsins fyrir árið 2013, og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte árið á undan.

Þá segir Þorbjörg Inga það furðu sæta að slæm staða sjóðsins hafi ekki dúkkað upp á yfirborðið við fjárhagslega endurskipulagningu hans í lok árs 2010, þegar stofnfé hans var meðal annars aukið um 904 milljónir króna að nafnvirði, eða við útlánagreiningu sem Deloitte réðst í haustið 2011, sambærilega við þá sem Grant Thornton réðst í nýverið og leiddi í ljós grafalvarlega stöðu sparisjóðsins. Kröfurnar, sem sjóðurinn hafi neyðst til að færa niður nú, hafi að minnsta kosti að hluta til verið lengi í eigu sjóðsins.

„Mér finnst óeðlilegt að þetta hafi getað gerst miðað við það eftirlitskerfi sem búið er fjármálafyrirtækjum, bæði með lögbundinni innri og ytri endurskoðun sem ætti að hafa það í för með sér að þessir aðilar skoði það sjálfstætt hvort reikningar fjármálafyrirtækja gefi rétta mynd af eignum þeirra og skuldum, til dæmis með því að staðreyna skráningu einstakra krafna og verðgildi þeirra svo sem með slembiúrtökum.“

 

Kjarninn greinir frá. Nánar má lesa um málið hér.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.